Arctic Research and Studies - Norðurslóðafræði

Tvíhliða samstarf Íslands og Noregs

Fyrir hverja?

Fyrir starfsmenn háskóla og stofnana sem tengjast norðurslóðafræðum.

Til hvers?

Til að efla langtíma samstarf íslenskra og norskra stofnana með sóknarstyrkjum vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði.

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir til og með 1. desember 2023. 

EN


Hvað er Arctic Research and Studies?

Arctic Research and Studies byggir á samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Directorate for Higher Education and Skills (HK-dir) í Noregi. Tímabil yfirstandandi áætlunar er 2023-2026, en verkefnum gæti lokið síðar. 

Styrkir eru veittir til undirbúningsvinnu (sóknarstyrkir og ferðastyrkir) við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði.

Sjá nánari upplýsingar í Programme Guide.

Hvernig er sótt um?

1. Lesa Programme Guide 2023-2026

2. Fylla út eftirtalin skjöl: 

  1. Viðauki 1: Budget and Activity Plan.
  2. Viðauki 2: Declaration of Honour.
  3. Viðauki 3: Mandate Letter.

3. Fylla út rafræna umsókn 2023-2026.

Nánari upplýsingar

  • kolfinna.tomasdottir@rannis.is
  • egill.thor.nielsson@rannis.is







Þetta vefsvæði byggir á Eplica