Umsóknir og eyðublöð

Mennta- og barnamálaráðuneyti fer með yfirstjórn styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytis. Auglýst er eftir umsóknum um miðjan október ár hvert. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.


Upplýsingar í umsókn

  1. Umsækjandi: Upplýsingar um umsækjanda, þ.e. stofnunina sem sækir um og þann aðila sem er tengiliður og ábyrgðaraðili umsóknar.  Hér er einnig óskað eftir bankaupplýsingum en ef umsóknin verður samþykkt er greitt inn á þann bankareikning sem hér kemur fram.
  2. Námskeið er skipt í tvær síður: Á síðu 2.1 skal setja inn upplýsingar um námskeið sem sótt er um og áætlað er að halda.  Athugið að sérstök síða er fyrir hvert námskeið sem sótt er um og er umsækjandi beðinn að skrá heiti hvers námskeiðs. 


    Hvert námskeið getur verið haldið oftar en einu sinni og er óskað eftir upplýsingum um það í umsókninni. Einnig skal veita upplýsingar um fjölda kennslustunda, nemendafjölda, kennslutíma, tengingu við Evrópska tungumálarammann og námskeiðskostnað. Listi umsókna birtist neðst á síðunni. Í umsóknaforminu er m.a. spurt um:  

    • Áætlaðan heildarfjölda þátttakenda – hér er átt við fjölda þátttakenda á hverju námskeiði (athugið að sama námskeiðið getur verið haldið oftar en einu sinni).
    • Áætlaðan fjölda skipta sem námskeiðið er haldið – hér er átt við þau skipti sem sama námskeiðið er haldið.  Ef námskeiðið er aðeins haldið einu sinni þá er merkt við 1 en ef samskonar námskeið er haldið fimm sinnum á árinu þá er slegið inn 5.
    • Tengingu við Evrópska tungumálarammann – hér er átt við að markmið námskeiðs er tengt viðeigandi stigi á evrópska tungumálarammannum. Hann má finna má undir nytsöm skjöl og tenglar á forsíðu sjóðsins eða í tengli á umsóknareyðublaðinu.

    • Upphæð sem sótt er um fyrir námskeiðið - sú upphæð er margfölduð með fjölda skipta sem það er haldið og kemur sjálfkrafa fram í umsókn. Sjá leiðbeiningar og hjálparskjal .

Á síðu 2.2 er beðið um greinagerð fjármögnunar þar sem stuttlega þarf að gera grein fyrir      hvernig íslenskukennslan er fjármögnuð utan styrkja úr þessum sjóði.

4. Viðhengi: Fyrirtæki sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að gera og senda  samning við viðurkenndan fræðsluaðila er annast kennsluna, með umsókn.  Athugið að senda samninginn sem viðhengi með umsókninni.

5. Búa til PDF: Þegar fyllt hefur verið í alla reiti og búið er að sækja um eins mörg námskeið og ætlunin er má búa til PDF-skjal og skoða umsóknina eins og hún lítur út. Hægt er að vista skjalið á eigin tölvu en athugið að umsóknin verður ekki send inn fyrr en búið er að smella sérstaklega á þann reit og staðfesta.

6. Senda inn: Þegar umsóknin er tilbúin skal senda hana.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica