Nordplus Horizontal

tengir saman undiráætlanir Nordplus

Fyrir hverja?

Opið öllum sem vinna að þróun og nýsköpun menntamála hvort sem það eru opinberir aðilar, félagasamtök, skólar eða einkaaðilar.

Til hvers?

Styrkir til samstarfsverkefna og samstarfsneta menntastofnana á ólíkum skólastigum. Lágmarksþátttaka er þrjú þátttökulönd á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Nauðsynlegt er að verkefni tengi saman ólík menntastig eða menntageira.   

Myndband um Nordplus Horizontal (á ensku). 

Upplýsingablað um Nordplus Horizontal

Umsóknarfrestir: Næsti umsóknarfrestur er 3. febrúar 2025. 

Nánari upplýsingar.

Hlutverk Rannís 

Rannís veitir upplýsingar um áætlunina og aðstoðar umsækjendur með gerð umsókna. Starfsmenn Rannís meta umsóknir í samstarfi við skrifstofur á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso. Sjá nánar um umsóknarferlið hér.

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar á ensku og dönsku á samnorrænu síðu Nordplus Horizontal
Þetta vefsvæði byggir á Eplica