2013-2014

40 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2013-2014.

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2013-2014. Alls bárust 115 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna 227.173.527 millj.kr. Veittir voru styrkir til 40 verkefna að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám
  • Jafnrétti í skólastarfi
  • Kynjafræði, kynheilbrigði og klám; – í samhengi við grunnþætti menntunar

Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Ákveðið var, eins og áður sagði, að veita styrki til 40 verkefna að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk fyrir skólaárið 2013-2014.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

Sprotasjodur_uthlutun_2013-2014








Þetta vefsvæði byggir á Eplica