Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi fræðimenn

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og víðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknarfrestur

Síðasti umsóknarfrestur rann út 2. apríl 2019 kl. 16:00.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. 

Hvert er markmiðið?

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Hverjir geta sótt um?

Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Hvað er styrkt?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og víðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Umsækjendur sækja um starfslaun til 3, 6, 9 eða 12 mánaða í senn og skal tilgreina starfslaunatímabil á umsóknareyðublaði. 

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna greiðir hvorki yfirvinnu vegna rannsókna né laun til þeirra sem eru jafnframt á fullum launum í öðrum störfum.

Hægt er að sækja um starfslaun til sama verkefnis til eins árs í senn, að hámarki þrisvar sinnum. 

Starfslaun sjóðsins árið 2019 eru 393.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). 

Umsóknir

Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís. Nánari upplýsingar um gerð umsókna .

Matsferli

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna metur umsóknir í sjóðinn og tekur ákvörðun um styrkveitingu. Sjá nánari upplýsingar um mats-og úthlutunarferlið .

Lokaskýrslur

Starfslaunaþegar skulu skila skýrslu um störf sín á starfslaunatímanum eigi síðar en ári eftir að honum lýkur. 

Hlutverk Rannís

Rannís sér um umsýslu Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna í umboði stjórnar sjóðsins.  

Vinsamlegast athugið að umsækjendur mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hafa samband við stjórnarmenn meðan mat umsókna fer fram. Öllum fyrirspurnum og ábendingum skal beina til Rannís. Brot á þessu ákvæði getur leitt til þess að umsókn verði vísað frá. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica