Mats- og úthlutunarferlið
      
    
    
  
  
  
      
    
    
    - Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. Umsóknum skal skilað á
rafrænu formi í gegnum vefsíðu Rannís. Forsenda styrkveitingar er að fyrir liggi staðfestur vinnustaðanámssamningur sem stofnaður hefur verið í rafrænni ferilbók nemandans. Með umsókn þurfa að fylgja launaseðlar fyrir hvern nema sem staðfesta unnar vikur.
 
- Hver umsókn tekur til 12 mánaða, en mest er hægt að sækja um styrk fyrir 48 vikur á hvern
einstakling í vinnustaðanámi yfir tímabilið.
 
- Styrkir verða greiddir út í heilu lagi eftir að staðfest hefur verið að umsóttar vikur hafi verið unnar á umsóttu 12 mánaða tímabili.
 
- Ekki er greitt fyrir unnar vikur umfram samning.