Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins

til styrktar á rannsóknum á samspili landnýtingar og loftslags

Fyrir hverja?

Nemendur í doktorsnámi á sviði náttúruvísinda.

Til hvers?

Sjóðnum er ætlað að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags.

Umsóknarfrestur

Ekki verður auglýst eftir umsóknum 2023. Síðasti umsóknarfrestur var 15. júní 2022.

EN

Hvert er markmiðið?

Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftlagsáðuneytisins er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslag. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í doktorsnámi á sviði náttúruvísinda. Sjóðurinn veitir styrki samkvæmt almennum áherslum umhverfisráðuneytis og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni einstaklinganna sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Hverjir geta sótt um?

Styrkir sjóðsins eru ætlaðir doktorsnemum sem sækja um í eigin nafni. Umsækjendur verða að hafa verið samþykktir inn í doktorsnám við íslenskan háskóla og skal vottorð þess efnis frá rannsóknastjóra, nemendaskrá háskólans eða sambærilegum skrifstofum fylgja umsókn.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica