Horizon Europe-fjármálanámskeið

22.3.2022

Vekjum athygli á fjármálanámskeiði á vefnum í tengslum við Horizon Europe „lump sum“ aðferðina þann 7. apríl nk. kl 8:00-9:30 að íslenskum tíma.

Farið verður ýtarlega í hverju „lump sum“ aðferðin felst og hvernig hún virkar í tengslum við bókhald og uppgjör verkefna sem styrkt eru af Horizon áætluninni.

Fyrir hverja: Horizon Europe landstengla og þá sem veita væntanlegum umsækjendum og þátttakendum í verkefnum stuðning.

Tímasetning: 7. apríl 2022 frá 8:00-9:30 (10:00-11:00 CET).

Athugið að fyrirhugað er að halda annað námskeið fyrir væntanlega umsækjendur og þátttakendur í verkefnum um “lump sum” aðferðina í maí.

Námskeiðið er fjarnámskeið og ekki er þörf á að skrá sig.

Streymi frá námskeiði (Youtube)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica