Upplýsinga­dagar Horizon Europe

5.1.2022

Næstu upplýsingadagar Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, verða tileinkaðir fimm rannsóknaleiðöngrum áætlunarinnar (Missions). Dagarnir verða haldnir 18. og 19. janúar nk. á netinu og eru öllum opnir. Markmiðið er að upplýsa áhugasama umsækjendur um vinnuáætlanir rannsókna­leiðangra Horizon Europe. #HorizonEu

Nánari upplýsingar og streymi 

Rannsóknaleiðangrar (Missions) eru nýlunda í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og er markmiðið að takast á við nokkrar af stærstu áskorununum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir. 

Þessar helstu áskoranir sem leiðangrarnir snúa að eru: Aðlögun loftslagsbreytinga, heilbrigði hafs og vatns, krabbamein, verndum jarðvegs og snjallar og loftlagshlutlausar borgir.

Þátttaka er ókeypis og ekki er nauðsynlegt að skrá sig. Rannís veitir frekari upplýsingar um þessa viðburði og umsóknir í Horizon Europe.

Dagská 18. janúar (lýkur kl. 15:00):

  • Welcome to the EU Missions Info Days - Julien Guerrier – Director of the Common Policy Centre, DG Research and Innovation
  • Restore our Ocean and Waters by 2030 Mission
  • Cancer Mission
  • Preparing and submitting a successful proposal

Dagská 19. janúar (lýkur kl. 15:00):

  • Adaptation to Climate Change Mission
  • Climate-Neutral and Smart cities by 2030 Mission
  • A Soil Deal for Europe Mission







Þetta vefsvæði byggir á Eplica