Opið kall CETP – umsóknarfrestur til 23. nóvember

9.11.2022

Nú stendur yfir opið kall samfjármögnunarverkefnisins CETP (Clean Energy Transition Partnership) og er þetta fyrra þrep kallsins

CETP miðar að því að fjármagna verkefni sem þróa nothæfar lausnir og skila árangri fyrir umhverfisvæn orkuskipti. Gert er ráð fyrir að flest verkefni byggi á lausnum í þróunarþrepum sex til átta (e. Technology Readiness Level 6-8), sameini tækni-, markaðstengdar lausnir og þátttöku hagsmunaaðila.

Umsóknarfrestur fyrir þetta fyrra þrep er 23. nóvember en frestur á seinna þrepi kallsins er til 2. mars 2023.

Allar nánari upplýsingar um kallið og samfjármögnunarverkefnið er að finna á vefsíðu CETPartnership

Tengiliður Rannís varðandi þátttöku Íslands er Sigurður Björnsson

sigurdur.bjornsson@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica