Ráðstefna um rannsóknir á sviði öryggismála í Evrópu

13.1.2022

Við viljum vekja athygli á að eftir meira en tveggja ára hlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins mun ráðstefnan Security Research Event 2022 verða haldin 1.-2. mars nk. í París. Búist er við um 800 þátttakendum víðsvegar frá Evrópu, þar sem koma saman bæði rannsakendur, fulltrúar hagsmunaaðila sem og stefnumótenda á sviði öryggismála.

Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvernig rannsóknir á sviði öryggismála auka þekkingu á þanþoli og viðbragðsmætti samfélagsins við hamförum og kreppum. Á ráðstefnunni verður litið til hvernig tekist hefur til og hvaða aðferðir hafa gagnast best sem viðbrögð við COVID-19 faraldrinum og hvernig rannsóknir á sviði öryggismála munu hjálpa til við að undirbúa Evrópu til framtíðar fyrir slíka atburði. 

Vefur ráðstefnunnar

Við viljum einnig vekja athygli á áætlun um samfélagslegt öryggi í Horizon Europe þar hægt er að finna ýmis tækifæri til að fjármagna samstarfsverkefni á sviði rannsókna á öryggismálum.

Nánari upplýsingar um áætlunina Samfélagslegt öryggi í Horizon Europe
Þetta vefsvæði byggir á Eplica