Stafræn tækifæri innan Horizon Europe

24.5.2022

Innan Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins eru ýmis stafræn tækifæri fyrir fyrirtæki, stofnanir, háskóla og lögaðila sem mörg hver geta skapað samlegðaráhrif með Digital Europe áætluninni

Markmið Horizon Europe er að styðja við rannsóknir og nýsköpun á öllum sviðum með það í huga að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar viðskiptahugmyndir komist á markað. 

Ef litið er til stafrænna tækifæra innan Horizon Europe er klasi 4 undir stoð 2 - Stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry and Space).


Verkefni er falla undir stafræna tækni, iðnað og geim hafa það að markmiði að Evrópa móti samkeppnishæfa og áreiðanlega tækni fyrir evrópskan iðnað með alþjóðlegri forystu á lykilsviðum. Stuðli jafnframt að framleiðslu og nýtingu sem virðir þolmörk jarðarinnar og hámarki ávinninginn fyrir alla hluta evrópsks samfélag í félagslegu, efnahagslegu og svæðisbundnu samhengi.

skreytimynd

Þetta mun byggja upp samkeppnishæfan, stafrænan, kolefnislítinn hringrásariðnað og tryggir sjálfbært framboð á hráefni, þróun á háþróuðum efnum og leggur grunn að framförum og nýsköpun sem mætir alþjóðlegum áskorunum.

Eins má nefna Evrópska nýsköpunarráðið (EIC) sem er flaggskip nýsköpunaráætlunar Evrópu og er hlutverk þess að bera kennsl á, þróa og stækka byltingarkennda tækni og nýjungar.

Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi og starfsfólk Rannís sinnir starfi landstengiliða fyrir einstakar undiráætlanir.

skreytimynd








Þetta vefsvæði byggir á Eplica