Tengslaráðstefna á sviði samfélagslegs öryggis (Civil Security for Society) í Horizon Europe

21.1.2022

Dagana 22. og 23. febrúar nk. verður haldin í Madríd tengslaráðstefna á sviði samfélagslegs öryggis í tengslum við ráðstefnuna International Security Exhibition SICUR 2022 sem stendur yfir 22. til 25. febrúar.

Á tengslaráðstefnunni er hægt að hitta og tengjast aðilum sem hafa hug á að sækja um verkefnastyrk í áætluninni Civil Security for society undir Horizon Europe rannsóknaáætluninni. Viðburðurinn fer fram á staðnum og á netinu. 

Dæmi um þau svið í áætluninni þar sem opnað hefur verið fyrir köll:

  • Barátta gegn glæpum og hryðjuverkum (Fighting Crime and Terrorism)
  • Stjórnun landamæra (Border Management)
  • Þol innviða (Resilient Infrastructure)
  • Aukið netöryggi (Increased cybersecurity)
  • Þol samfélagsins gagnvart hamförum (Disaster-Resilient Society)
  • Stuðningur við rannsóknir og nýsköpun á sviði öryggismála (Support to Security Research and Innovation)

Nánari upplýsingar og skráning á tengslaráðstefnuna

Í vinnuáætlun má finna ítarlegarupplýsingar um einstök köll ásamt tímasetningum.

Vinnuáætlun 

Allar upplýsingar um önnur svið Horizon Europe má finna á vefsíðu Rannís:  horizoneurope.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica