Upplýsingadagar ESB um Leiðangra (Missions)

2.5.2022

Næstu upplýsingadagar Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, verða tileinkaðir fimm Leiðöngrum áætlunarinnar (Missions). Dagarnir verða haldnir 17. og 18. maí nk. á netinu og eru öllum opnir. Í kjölfarið (19. maí) verður haldin rafræn tengslaráðstefna um Leiðangra. #HorizonEu

Leiðangrar (Missions) eru nýlunda í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og er markmiðið að takast á við nokkrar af stærstu áskorununum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.

Á upplýsingadögunum gefst þátttakendur tækifæri að kynna sér hvað er efst á baugi í nýjustu vinnuáætlunum, tímalínu og möguleika til fjármögnunar.

Nánari upplýsingar

Þátttaka er ókeypis og ekki er nauðsynlegt að skrá sig. Rannís veitir frekari upplýsingar um þessa viðburði og umsóknir í Horizon Europe.

Dagská 17. maí (9-17 CET):

  • Welcome to the EU Missions Info Days
  • 100 Climate-Neutral and Smart Cities by 2030 Mission
  • Cancer Mission
  • Restore our Ocean and Waters by 2030 Mission

Dagská 18. maí (9-17 CET)

  • Adaptation to Climate Change Mission
  • A Soil Deal for Europe Mission
  • A European Social Innovation Catalyst Fund to Advance EU Mission Objectives 
  • Preparing and submitting a successful proposal

Í kjölfar upplýsingadaganna er haldin tengslaráðstefna um næstu köll sem gert er ráð fyrir að opni 12. maí nk.

Nánari upplýsingar um tengslaráðstefnuna 19. maí 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica