Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe

15.6.2021

Dagana 21. júní - 30. júní stendur Rannís fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe þar sem farið verður yfir þjónustu Rannís og helstu áherslur hvers klasa (cluster). Fundirnir eru einkum ætlaðir starfsfólki háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja.

Meðal umfjöllunarefnis: 

  • Þjónusta Rannís
  • Umsóknarferlið
  • Meginefni hvers klasa

Að auki mun styrkþegi innan hvers klasa segja frá umsóknarferlinu, áskorunum og hindrunum og svara spurningum ef tími leyfir.
Dagsetningar upplýsingadaga:

  • 21. júní kl: 10:00 - Stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry and Space)
    • Kl 10:40 - Kynning á Digital Europe. Áætlunin miðar að því að byggja upp stafræna færni þátttökuþjóða og stuðla að breiðri notkun stafrænnar tækni fyrir íbúa og fyrirtæki í Evrópu. Áhersla verður lögð á gervigreind, netöryggi, skammtatölvur og stafrænar nýsköpunarmiðstöðvar. 
  • 21. júní kl: 14:00 - Samfélagslegt öryggi (Civil Security for Society)
  • 22. júní kl: 10:00 - Heilbrigðisvísindi (Health)

Nauðsynlegt er að skrá sig en aðgangur er ókeypis. Þau sem skrá sig á kynningarfund fá sendan hlekk á fundinn að morgni fundardags eða daginn áður. Bendum á að kynningarnar eiga margt sameiginlegt, sérstaklega hvað varðar þjónustu Rannís og umsóknarferlið. Kynningarnar fara fram á íslensku.

Skráning hér

Mikilvægir viðburðir á vegum framkvæmdastjórnar ESB fyrir áhugasama umsækjendur í Horizon Europe:

Horizon Europe upplýsingadagar - 28. júní til 9. júlí 2021

Á upplýsingadögunum gefst umsækjendum og öðrum hagaðilum í rannsóknum og nýsköpun einstakt tækifæri til að fræðast um það sem er efst á baugi innan hvers klasa, um fjármögnunarferlið og hvernig bera á sig að við umsóknarferlið. 

Upplýsingadagar Horizon Europe eru opnir öllum og ekki þarf að skrá sig á þá. Við hvetjum alla sem hug hafa á að sækja um í Horizon Europe að kynna sér vel dagskrá upplýsingadaganna.

Skoða Horizon Europe upplýsingadaga

Horizon Europe tengslaráðstefnudagar (Brokerage) - 5. júlí til 9. júlí 2021

Á tenglslaráðstefnudögunum er áherslan á mismunandi klasa innan Stoðar 2 - Áskoranir og samkeppnishæfni (Global Challenges and European Industrial Competitiveness). Þátttakendum gefst einstakt tækifæri til að hitta aðra umsækjendur innan síns sérsviðs, skiptast á hugmyndum og efla tengslanet innan rannsókna og nýsköpunar. 

Nauðsynlegt er að skrá sig á tengslaráðstefnudagana. Við hvetjum alla sem hug hafa á að sækja um í Horizon Europe að kynna sér vel dagskrána og sitja þá viðburði sem við eiga.

Skoða Horizon Europe tengslaráðstefnudaga
Þetta vefsvæði byggir á Eplica