Loftslagssjóður

Fyrir hverja?

Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn.  

Til hvers?

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.

Umsóknarfrestur

Stefnt er á að næsti umsóknarfrestur verði 9. desember 2021.

EN

Hvert er markmiðið?

Loftslagssjóður er samkeppnissjóður og hefur ráðherra falið Rannís umsjón með honum. Umsóknir um styrki eru metnar út frá hlutverki og tilgangi sjóðsins og áherslum stjórnar sem fram koma í auglýsingum um styrki hverju sinni. 

Hverjir geta sótt um?

Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn. Styrki Loftlagssjóðs má nota til að samfjármagna alþjóðlega styrkt verkefni með svipað viðfangsefni. Styrkir eru hins vegar aðeins greiddir inn á íslenska bankareikninga. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica