Fyrir hverja:
Lítil og meðalstór fyrirtæki, og opinberar stofnanir óháð stærð.
Til hvers:
Hægt er að sækja um styrk til að efla netöryggi og varnir.
Umsóknarfrestur:
Opnað verður fyrir næstu umsóknarlotu 1. október og verður umsóknarfrestur 1. desember 2025.
Umsóknarfrestur er einu sinni til tvisvar á ári.
Markmið styrksins er að efla netöryggi og varnir, og stuðla þannig að öryggi gagnvart netárásum.
Styrkhæfir verkþættir þurfa að falla undir eftirfarandi flokka sem tengjast netöryggi:
Lítil og meðalstór fyrirtæki, SMEs, sem og opinberar stofnanir óháð stærð. Sjá skilgreiningu ESB varðandi SMEs:
Styrkur getur numið allt að 15 milljónum króna. Umsóknir sem sækjast eftir hámarksstyrk þurfa að vera sérstaklega vel rökstuddar og fyrir þau verkefni sem hljóta hámarksstyrk verður krafist framvinduskýrslu auk lokaskýrslu.
Að lágmarki 20% af heildarkostnaði við verkefnið.
Lokaskýrslu þarf að skila inn í síðasta lagi 20. ágúst 2026.
Þessi styrkjaflokkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð. Nánari upplýsingar um minniháttar aðstoð má sjá í reglum Tækniþróunarsjóðs Rannís.
Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður tengsl verkefnis við markmið netöryggisstyrksins að vera augljós. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós.
Rannís hefur umsjón með styrknum í samvinnu við Eyvör og sér um yfirferð og mat umsókna.
Sótt er um í rafrænu umsóknakerfi Rannís - Mínar síður