Könnun vegna stefnumótunar

Opin til 13. apríl!

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur í vetur haldið fundi með hagsmunaaðilum vegna stefnumótunar sjóðsins í tilefni af yfirstandandi stækkun hans samkvæmt Aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014 - 2016. Byggt á þeim sjónarmiðum sem komið hafa fram á þessum fundum hefur stjórnin sett saman tillögur að nýrri/breyttri útfærslu styrkja- og matsfyrirkomulagi sjóðsins. Tillögurnar voru kynntar og ræddar á fundi á Hótel Natura þann 27. mars og munu væntanlega taka einhverjum áherslubreytingum í samræmi við þær gagnlegu umræður sem þar fóru fram. Í anda opins samráðs býður stjórn Rannsóknasjóðs öllum sem áhuga hafa að taka þátt í umræðum um útfærslur aðskildra þátta tillagnanna.  Hægt er að kynna sér tillögurnar í fylgiskjölum hér á síðunni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica