Rannsóknasetur Margrétar II. Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag (ROCS)

Fyrir hvern?

Nýdoktora í náttúruvísindum og hug- og félagsvísindum.

Til hvers?

Átta nýdoktorastöður til tveggja ára, fimm á sviði náttúruvísinda og þrjár á sviði hug- og félagsvísinda.

Umsóknarfrestur

Frestur til að skila umsóknum var 1. október 2020.

Hvert er markmiðið?

Rannsóknasetrið var stofnað af Carlsbergsjóðinum í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rannís í tilefni áttræðisafmælis Margrétar II. Danadrottningar og níræðisafmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, um miðjan apríl sl. Rannsóknarsetrið er þverfaglegt og er því ætlað að auka skilning á samspili loftslagsbreytinga og vistkerfa hafsins og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag og menningu. Carlsbergsjóðurinn leggur röskar 500 milljónir kr. (25 milljónir danskra kr.) til verkefnisins og íslenska ríkið 240 milljónir kr.

ROCS mun hafa aðsetur bæði við Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands, og verður stýrt af Katherine Richardson, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, í samvinnu við danska og íslenska vísindamenn. Framlagi Carlsbergsjóðsins verður fyrst og fremst varið til að ráða nýdoktora að verkefninu, en þeir munu stunda rannsóknir bæði við Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands. Þeir munu gegna lykilhlutverki við að efla samvinnu þeirra dönsku og íslensku vísindamanna sem tengjast rannsóknasetrinu.

Hvað er styrkt?

ROCS styrkir fimm nýdoktora á sviði náttúruvísinda og þrjár á sviði hug- og félagsvísinda.

Nýdoktorar á sviði náttúruvísinda munu á tveggja ára tímabili kanna samband loftslags- og vistkerfa gegnum söguna í hafi og á landi, með því að kortleggja tengsl loftslags og lífríkis hafsins á mannöldinni, og rannsaka loftslagstengdar breytingar á láði og legi.

Nýdoktorar á sviði hug- og félagsvísinda munu á tveggja ára tímabili kanna áhrif hafsins og loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag og menningu.

Gert er ráð fyrir að styrkþegar dvelji bæði á Íslandi og í Danmörku.

Aðeins þau sem hlutu doktorsgráðu á síðustu fimm árum geta sótt um. Tekið verður tillits til leyfa (s.s. mæðra- og feðraorlofs, veikinda, o.s.frv.). Sé umsækjandi ekki kominn með doktorsgráðu á umsóknarfresti, verður að skila mati á doktorsgráðunni í seinasta lagi 1. nóvember á hádegi (að dönskum tíma) á netfang sem tilgreint er í auglýsingu á vef Carlsbergsjóðsins.

Ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi sterka tengingu við danskt rannsóknarumhverfi.

Hlutverk Rannís

Jafnframt því að koma að undirbúningi, styður Rannís umsækjendur, veitir upplýsingar, og sér um mats- og úthlutunarferlið ásamt Carlsbergsjóðinum.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica