Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.
Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon Europe.
Einu sinni á ári að hausti.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2023, kl. 15:00. Sótt er um í gegnum mínar síður Rannís .
Markmiðið er að auðvelda íslenskum aðilum að sækja um rannsókna- eða nýsköpunarverkefni í alþjóðlega sjóði og samstarfsáætlanir sem Ísland greiðir þátttökugjald í. Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs leggja til allt að 50 m.kr. á árinu 2021 til þess að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og rannsóknasamstarfs með íslenskri þátttöku.
Forgangur er veittur umsóknum vegna undirbúnings umsókna í Horizon Europe en mögulegt er að styrkja annað samstarf ef nægilegt fjármagn er fyrir hendi.
Forgangur er veittur þeim er sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.
Ferðastyrkur miðast við fargjald á almennu flugfarrými auk dagpeninga samkvæmt auglýsingu fjármálaráðuneytisins á hverjum tíma. Hámarksstyrkur er 300.000 kr.
Umsóknarstyrkur 1, veitt til aðilum sem taka þátt í alþjóðlegum rannsókna- eða nýsköpunarverkefni (500 þúsund).
Styrkur vegna þátttöku í alþjóðlegu samstarfsverkefni að hámarki 500.000 og miðast við að ráðgjafi hafi verið fenginn til að skrifa umsókn eða starfsmaður stofnunar hafi eytt umtalsverðum tíma til umsóknarskrifa.
Umsóknarstyrkur 2, veitt aðilum sem leiða umsókn um stór alþjóðleg rannsókna- eða nýsköpunarverkefni (1 milljón).
Styrkur vegna undirbúnings alþjóðlegra samstarfsverkefnis með íslenskri verkefnastjórn (coordination) að hámarki 1 milljón kr. Athugið að íslenskur aðili þarf að leiða allt verkefnið ekki aðeins íslenska hlutann og umfang verkefnisins verður að vera umtalsvert.
Athugið að sú breyting hefur verið gerð á úthlutunarreglum að aðeins er hægt að sækja annað hvort um umsóknarstyrk 1 eða 2 en ekki báða eins og áður var hægt.
Sóknarstyrkir eru greiddir eftir að umsókn hefur verið send inn í alþjóðlegan rannsóknasjóð og alþjóðasviði Rannís hafa borist eftirfarandi gögn:
Engin ein stofnun getur fengið úthlutað meira en 20% af pottinum eða 10 m. kr. Tekið er tillit til stærðar Háskóla Íslands og honum er skipt niður í 5 stofnanir/svið í samræmi við sviðaskiptingu HÍ og hvert svið HÍ getur því ekki fengið meira en 20% af heildarpottinum.
Ef umsóknir um sóknarstyrki fara yfir 50 mkr, þrátt fyrir niðurskurð sem byggður er á 20% reglunni, þá kemur til flatur niðurskurður á allar umsóknir þar til að 50 mkr. markinu er náð.
Ef um er að ræða tveggja þrepa umsókn, er aðeins veittur styrkur einu sinni.
Ef um er að ræða fleiri en einn íslenskan umsækjenda í verkefni, þá skal sá aðili sem er með stærstan styrkhlut í Evrópuverkefninu af íslenskum umsækjendum sækja um sóknarstyrkinn.