Fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.
Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.
Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
Næsti umsóknarfrestur er 1. apríl 2019, kl. 16:00.
Hámarksstyrkur: 1.500 þ.kr.
Mótframlag: Ekki er gerð mótframlagskrafa í þessum styrkjaflokki.
Hámarks lengd verkefnis: Skil á niðurstöðum verkefna þurfa að liggja fyrir innan 6 mánaða frá umsóknardegi.
Skil á umsókn: Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 á lokadegi umsóknarfrests. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.
Matsferli: Umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum.
Í þessum flokki fá umsækjendur ekki einkunn eða umsögn um verkefnið. Umsækjendur fá tilkynningu um hvort stjórn hafi ákveðið að styrkja verkefnið eða ekki.
Skýrsluskil: Skila þarf inn lokaskýrslu ekki síðar en 6 mánuðum frá upphaflegum umsóknarfresti. Ef verkefnið leiðir til stærra þróunarverkefnis þá er hægt að skila inn umsókn í Sprota fyrir 15. september n.k. og þarf lokaskýrsla að fylgja með umsókn.
Minniháttaaðstoð (De minimis): Þessi styrkjaflokkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð. Nánari upplýsingar um minniháttar aðstoð má sjá í reglum Tækniþróunarsjóðs.
Sjá nánar Reglur Tækniþróunarsjóðs - Fræ