Stjórn

Mennta- og barnamálaráðherra skipar stjórn Þró­un­ar­sjóðs náms­gagna á fjögurra ára fresti.

Hlut­verk sjóðsins er að stuðla að ný­sköp­un, þróun, gerð og út­gáfu náms­gagna fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla. Sjóður­inn starfar sam­kvæmt lög­um um náms­gögn og þar er m.a. kveðið á um að stjórn hans ákveði skipt­ingu á fjár­mun­um sjóðsins og beri ábyrgð á um­sýslu hans.

Sjóðsstjórn er heim­ilt að fá aðstoð sér­fræðinga við mat á um­sókn­um. Enn­frem­ur seg­ir að mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra setji þró­un­ar­sjóði náms­gagna reglu­gerð, þar sem m.a. sé kveðið á um skipu­lag hans og regl­ur um út­hlut­un.

Stjórn­in skal eiga sam­ráð við kenn­ara og skóla og fylgj­ast með þróun og ný­sköp­un í náms­gagna­gerð fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla. Ákvarðanir sjóðstjórn­ar um út­hlut­an­ir eru end­an­leg­ar og verður ekki skotið til æðra stjórn­valds. Fé­lag ís­lenskra fram­halds­skóla, Kenn­ara­sam­band Íslands og sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til­nefna fjóra af fimm stjórn­ar­mönn­um. Mennta- og barna­málaráðherra skip­ar formann án til­nefn­ing­ar.

Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna 2024-2028.

Aðalmenn:

  • Íris Eva Gísladóttir, án tilnefningar, formaður

  • Ársæll Guðmundsson, tilnefndur af Skólameistarafélagi Íslands

  • Jóhanna Stella Oddsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands

  • Simon Cramer Larsen, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands

  • Helga Þórðardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Varamenn:

  • Óskar Haukur Níelsson, án tilnefningar,

  • Jóna Katrín Hilmarsdóttir, tilnefnd af Skólameistarafélagi Íslands

  • Sveinlaug Sigurðardóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands

  • Helgi Þórður Þórðarson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands

  • Hjálmar Bogi Hafliðason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Skipunartími stjórnar er frá 15. febrúar 2024 til 14. febrúar 2028.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica