• Aðalheiður Jónsdóttir

Adalheidur Jónsdóttir

vísinda-, mennta- og menningarfulltrúi í Brussel

515 5806 / 545 7913
adalheidur.jonsdottir (hja) rannis.is

Aðalheiður hefur tímabundið aðsetur í Brussel þar sem hún gegnir starfi vísinda-, mennta- og menningarfulltrúa í Sendiráði Íslands og fastanefnd Íslands gagnvart ESB fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hún á sæti í vinnuhópum um rannsóknir og þróun og mennta- og menningarmál, auk annarra vinnuhópa sem tengjast mennta- og menningarmálaráðuneytinu og heyra undir EFTA.

Aðalheiður er fulltrúi Íslands í hópum og nefndum er tengjast stefnumótun innan evrópska rannsóknasvæðisins, á sæti í yfirnefnd Horizon 2020 og er jafnframt í tengslum við stjórnarnefndafulltrúa og landstengiliði Horizon 2020. Hún fylgist einnig náið með menntamálasamstarfi og menningarmálum innan ESB, einkum því er tengist þátttöku Íslands í samstarfsáætlununum Erasmus+ og Creative Europe.

Aðalheiður er einnig landstengiliður (National Contact Point) fyrir hug- og félagsvísindi (Europe in a Changing World) og fyrir áætlun um vísindi í þágu samfélagsins (Science with and for Society) í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica