Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út.

Umsóknarfrestur

Vegna nýrra verkefna: 1. október ár hvert.

Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert.


EN

Lesa meira
 

Listamannalaun 30.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld.

Sjá nánar undir Spurt og svarað.

Tilgangur

Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]

Umsóknarfrestur

Var til 1. október 2020, kl 23:59. Athugið að skrifstofa Rannís lokar kl. 16:00. Senda fyrirspurn

Umsóknarkerfi opnar að jafnaði sex vikum fyrir umsóknarfrest.

Umsóknum skal skilað rafrænt; einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Úthlutun listamannalauna 2020

Tölfræði 2020

EN

Lesa meira
 

Nordplus Junior 1.10.2014 Umsóknarfrestur, undirbúningsheimsóknir


Fyrir hverja?

Fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, kennara þeirra og nemendur.

Til hvers?

Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, kennaraskipta, þjálfun nema í starfsnámi og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum). 

Upplýsingablað um Nordplus Junior 

Umsóknarfrestir:

Almennur: Umsóknarfrestur er 1. febrúar 2021.

Undirbúningsheimsóknir:  Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021. Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021. Hægt er að sækja um styrk til undirbúningsheimsókna í október og febrúar ár hvert.

Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Lesa meira
 

Nordplus Voksen 1.10.2014 Umsóknarfrestur, undirbúningsheimsóknir

Fyrir hverja?

Stofnanir á sviði fullorðinsfræðslu, starfsþjálfunar og óformlegrar menntunar á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, kennarar þeirra, starfsmenn og nemendur.

Til hvers?

Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, heimsókna kennara og stjórnenda og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum). 

Upplýsingablað um Nordplus Voksen 

Umsóknarfrestir:

Almennur: Umsóknarfrestur er 1. febrúar 2021.

Undirbúningsheimsóknir:  Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021. Hægt er að sækja um styrk til undirbúningsheimsókna í október og febrúar ár hvert. 

Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Lesa meira
 

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).

Til hvers?

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Umsóknarfrestur

Næsti umsóknarfrestur er haustið 2021 fyrir skólaárið 2022-2023.

 

EN

Lesa meira
 

Íþróttasjóður 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021, kl. 16:00.

EN

Lesa meira
 

Atvinnusviðslistahópar 7.10.2014 17:00 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Atvinnusviðslistahópa. Ath. að einstaklingur geta sótt um fyrir hönd sviðslistahóps.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.

Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknarfrestur

Er einu sinni á ári. Síðasti umsóknarfrestur var 1. október 2020.
Umsóknum skal skilað rafrænt; einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn. Senda fyrirspurn

Sviðslistasjóður starfar samkvæmt nýjum lögum um sviðslistir 2019 nr. 165 sem tóku gildi í júlí 2020.

EN

Lesa meira
 

SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara 31.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.


Umsóknarfrestir:

Frestur til að skila umsóknum var 6. október 2020 fyrir gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki.

EN

Lesa meira
 

Æskulýðssjóður 1.2.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Börn og ungmenni,  á aldrinum 6-25 ára.

Til hvers?

Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Umsóknarfrestur

Athugið að búið er að breyta reglum og er nú einungis hægt að sækja um styrk tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. október.

Næsti umsóknarfrestur er 15. febrúar 2021, kl. 16:00.

 EN

Lesa meira
 

Nordplus Sprog 1.10.2015 Umsóknarfrestur


Fyrir hverja?

Alla sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála (einkum dönsku, norsku og sænsku) á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum.

Til hvers?

Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning, svo sem námsefni, leiki, rannsóknir, fræðsla, rástefnur o.fl.

Einnig er hægt að sækja um styrk til að stofna samstarfsnet á sviði norrænna tungumála.

Lágmarksþátttaka er tvö þátttökulönd og athugið að umsóknum skal skilað á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

Upplýsingablað um Nordplus Sprog 

Umsóknarfrestir

Almennur: Umsóknarfrestur er 1. febrúar 2021.

Undirbúningsheimsóknir:  Hægt er að sækja undirbúningsstyrk tvisvar á ári, febrúar og október. Næsti umsóknarfrestur fyrir undirbúningsstyrk er 1. október 2021.

Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Lesa meira
 

Markáætlun í tungu og tækni 9.11.2018 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Samstarf innan íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags, þar sem háskólar, fyrirtæki og rannsóknastofnanir vinna saman á ákveðnu fræðasviði.

Til hvers?

Til að efla rannsóknir og nýsköpun og hvetja til samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi, til að ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu.

Umsóknarfrestur

Síðasti umsóknarfrestur rann út 15. október 2020, kl. 16:00.

Umsóknir skulu vera skrifaðar á ensku.

 

EN

Lesa meira
 

Sóknarstyrkir 25.10.2019 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Til hvers?

Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon 2020.

Umsóknarfrestur

Einu sinni á ári, í tengslum við umsóknarfresti Horizon 2020. 

Umsóknarfrestur var til 20. október 2020, kl. 16:00. Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.

EN Lesa meira
 

Rannsóknasetur Margrétar II. Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag (ROCS) 1.10.2020 Umsóknarfrestur

Fyrir hvern?

Nýdoktora í náttúruvísindum og hug- og félagsvísindum.

Til hvers?

Átta nýdoktorastöður til tveggja ára, fimm á sviði náttúruvísinda og þrjár á sviði hug- og félagsvísinda.

Umsóknarfrestur

Frestur til að skila umsóknum var 1. október 2020.

Lesa meira
 

Upplýsingafundur vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði 15.10.2020 15:00 Veffundur

Veffundur (Zoom) um umsóknarferlið vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl. 15:00.

Lesa meira
 

Byggðaþróun og fæðuöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðvarmaorku 20.10.2020 16:00 - 18:00 Veffundur

Norðurslóðanet Íslands boðar til veffundar þann 20. okt. nk. í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, Rannís, SSNE og EIMUR.

Lesa meira
 

Nordic Energy Research auglýsir eftir umsóknum í Nordic Maritime Transport and Energy áætlunina 28.10.2020 Umsóknarfrestur

Nordic Maritime Transport and Energy Programme (2021-2023) er samstarfsáætlun norðurlandaþjóða um að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir á sviði sjárvartengdra flutninga og orkumála.

Lesa meira
 

Auka umsóknarfrestur um Erasmus+ samstarfsverkefni vegna Covid-19 29.10.2020 Umsóknarfrestur Erasmus+

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins. Umsóknarfrestur er 29. október 2020.

Lesa meira
 

Nýtt! Sérstök aðild að menntahluta nýrrar Erasmus áætlunar 2021-2027 29.10.2020 Umsóknarfrestur Erasmus+

Umsóknarfrestur um Erasmus aðild er 29. október 2020. 

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica