Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur nýrra umsókna var til miðnættis 1. október 2019.

Næsti umsóknarfrestur vegna framhaldsumsókna er 1. apríl 2020 kl. 23.59.

Lesa meira
 

Barnamenningarsjóður 16.3.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Starfandi listamenn, list- og menningartengdar stofnanir, félagasamtök og aðra þá er sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Til hvers?

Barnamenningarsjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2019–2023, 100 millj. kr. á ári. Er því um opinbert átaksverkefni að ræða, sem gert er ráð fyrir að skjóti styrkari stoðum undir fjölbreytt menningarstarf í þágu barna og ungmenna til framtíðar.

Umsóknarfrestur

Einu sinni á ári, síðast 1. apríl 2020, kl. 16:00.

Umsóknarkerfi opnar að jafnaði sex vikum fyrir umsóknarfrest.

EN

Lesa meira
 

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna 29.4.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi fræðimenn

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknarfrestur

Síðasti umsóknarfrestur rann út 2. apríl 2020 kl. 16:00.

Stefnt er að því að úthlutað verði úr sjóðnum í lok maí.

Lesa meira
 

Fyrirtækjastyrkur - Fræ 4.4.2016 Umsóknarfrestur, Tækniþróunarsjóður

Fyrir hverja?

Fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.

Til hvers?

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. 

Umsóknarfrestur var 1. apríl 2020.

Lesa meira
 

Jafnréttissjóður Íslands 20.5.2019 Umsóknarfrestur

 

Fyrir hverja?

Einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Til hvers?

Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands (e. The Icelandic Gender Equality Fund) er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur var til 3. apríl 2020.

EN Lesa meira
 

Erasmus+ umsóknarfrestir 2020 11.2.2020 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2020.

Lesa meira
 

Vísindavika Norðurslóða 2020 27.3.2020 - 2.4.2020 Í streymi (online)

Ráðstefnan Vísindavika norðurslóða 2020 sem haldin verður á Akureyri 27. mars - 2. apríl n.k. verður eingöngu aðgengileg þátttakendum í streymi á netinu. 

Lesa meira
 

Auglýst eftir umsóknum í NOS-HS 6.4.2020 Umsóknarfrestur

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. apríl (var 31. mars 2020).

Lesa meira
 

Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði 28.4.2020 12:30 - 14:00 Fjarfundur

Samtök iðnaðarins og Rannís kynna Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð námsmanna og skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar á fjarfundi þriðjudaginn 28.apríl kl.12.30-14.00.

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica