Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Umsóknarfrestur: 

  • Vegna nýrra verkefna: 1. október ár hvert.
  • Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert.

EN

Lesa meira
 

Listamannalaun 30.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Sjá nánar undir Spurt og svarað.

Tilgangur

Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var til 4. október 2021 kl. 15:00

Senda fyrirspurn.

Auglýsing um umsóknir.


EN

Lesa meira
 

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).

Til hvers?

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er 1. október 2021, kl 15:00, fyrir skólaárið 2022-2023.

Lokað er fyrir umsóknir.

Senda fyrirspurn.

EN

Lesa meira
 

Íþróttasjóður 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Lokað er fyrir umsóknir.

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Sviðslistasjóður 7.10.2014 17:00 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Atvinnusviðslistahópa.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.

Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknarfrestur

var til 4. október 2021, kl 15:00. 

Senda fyrirspurn.
Auglýsing um umsóknir.

ENSviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr. 165 sem tóku gildi í júlí 2020.

Lesa meira
 

SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara 31.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.


Umsóknarfrestir:

Lokað fyrir umsóknir

Senda fyrirspurn.

 EN

Lesa meira
 

Æskulýðssjóður 1.2.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Börn og ungmenni,  á aldrinum 6-25 ára.

Til hvers?

Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Umsóknarfrestur

Næsti umsóknarfrestur er 15. febrúar 2022, kl. 15:00.

Senda fyrirspurn

 EN

Lesa meira
 

Evrópumerkið / European Language Label 1.6.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrir tungumálakennara og / eða aðra sem koma að nýsköpun og tækniþróun tungumálakennslu.

Til hvers?

Menntamálaráðuneytið og Rannís veita viðurkenningu fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu. Tilbúin tungumálaverkefni geta sóst eftir Evrópumerkinu sem er gæðastimpill á verkefnið.

Umsóknarfrestur

Lokað er fyrir umsóknir.

Sjá auglýsingu um umsóknarfrest 2021.

Forgangsatriði 2021-2022.

Lesa meira
 

Sóknarstyrkir 25.10.2019 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Til hvers?

Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon Europe.

Umsóknarfrestur

Einu sinni á ári að hausti.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2021, kl. 15:00. Sótt er um í gegnum mínar síður Rannís .

EN

Lesa meira
 

Erasmus+ Nám og þjálfun 18.5.2021 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2021.

Lesa meira
 

Sjálfboðaliðaverkefni 28.5.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Sjálfboðaliðaverkefni geta verið annars vegar í Evrópu og hins vegar innanlands. Frá og með 2022 getur ungt fólk á aldrinum 18-35 ára farið til landa utan Evrópu til þess að sinna mannúðaraðstoð. Samtök og sveitarfélög geta sótt um að taka á móti eða senda einstaklinga í 2-12 mánuði, einnig er hægt að senda eða taka á móti einstaklingum sem þurfa meiri stuðning í 2 vikur til 2 mánuði. Hópar geta einnig tekið þátt í 2 vikur til 2 mánuði og þá sem 5-40 manns saman.

Til hvers?

Að hvetja til aukinnar samstöðu með sjálfboðastarfi. Að efla þátttöku ungs fólks og samtaka í vandaðri sjálfboðaliðaáætlun. Að efla samheldni, lýðræði og borgaralega þátttöku í Evrópu auk þess að stuðla að félagslegri aðlögun. Einnig að tryggja þátttöku ungs fólks með færri tækifæri með ýmsum sérstökum úrræðum. Að stuðla að evrópskri samvinnu fyrir ungt fólk og vekja athygli á jákvæðum áhrifum þess.

Umsóknarfrestur:  

Lokað er fyrir umsóknir fyrir þau sem vilja taka á móti sjálfboðaliðum.

Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í febrúar og október. Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Þau sem vilja gerast sjálfboðaliðar geta þó alltaf sótt um í gegnum evrópsku ungmennagáttina.

Lesa meira
 

Mennta­rannsókna­sjóður mennta- og menningar­mála­ráðuneytisins 1.10.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Umsækjendur: Vísindafólk og doktorsnemar í rannsóknatengdu námi á sviði menntavísinda við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. Samstarfsaðilar (meðumsækjendur): fagfólk á sviði menntamála, s.s. við leik-, grunn- og framhaldsskóla, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki. Sjá nánar hverjir geta sótt um neðar á síðunni.

Til hvers?

Sjóðurinn styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviðum leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, náms á framhaldsskólastigi og frístundastarfs, sem styðja við áherslur menntastefnu Íslands til ársins 2030.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var 1. október 2021, kl. 15:00.

The fund's English page .

Lesa meira
 

Upplýsingadagur COST 1.10.2021 8:00 - 9:30 Rafrænn viðburður

Þann 1. október nk. stendur COST fyrir rafrænum upplýsingadegi sem er öllum.

Lesa meira
 

Geothermica 4.10.2021 Umsóknarfrestur: Accelerating the heating and/or cooling transisiton

Fyrir hverja?

Rannsóknastofnanir, háskóla, lítil og meðalstór fyrirtæki sem stuðla að rannsóknum og nýsköpun á sviði jarðhita.

Til hvers?

Hlutverk Geothermica er að efla rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma og stuðla að hagnýtingu niðurstaðna styrktra verkefna.

Umsóknarfrestur

Lokað er fyrir umsóknir.

Sótt er um rafrænt í gegnum  umsóknarkerfi Rannís (ath. ekki í gegnum Mínar síður).

Nánari upplýsingar um umsóknarfresti á vefsvæði Geothermica.

EN

Lesa meira
 

Rafrænn kynningarfundur um Eurostars-3 12.10.2021 14:30 - 15:30 Rafrænn viðburður

Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til rafræns kynningarfundar um Eurostars-3, þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 14:30–15:30 á Zoom. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Lesa meira
 

Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar 21.10.2021 12:15 - 13:30 Ísafjörður, Edinborgarhúsið

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Ísafjörð heim og býður til hádegisfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 21. október kl. 12:15 – 13:30.

Lesa meira
 

Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í rannsóknaáætlun Evrópusambandsins Horizon Europe 28.10.2021 10:00 - 15:30 Námskeið

Þann 28. október nk. stendur Rannís og Enterprise Europe Network fyrir námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur Horizon Europe og hvernig þær hafa breyst frá fyrri áætlun Horizon 2020.

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica