Þróunarsjóður námsgagna 15.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.

Til hvers?

Gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Áfram verður styrkumsóknum skipt í tvennt þar sem hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að uppfylltum settum skilyrðum (sjá nánar kafla um skilyrði úthlutunar og forgangsatriði hér að neðan).

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. Lokað er fyrir umsóknir. 

EN Lesa meira
 

SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara 31.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.


Umsóknarfrestir:

Lokað er fyrir umsóknir.

Umsóknarfrestur var 2. febrúar 2021 fyrir sumarnámskeið

Frestur til að skila umsóknum var 6. október 2020 fyrir gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki.

EN

Lesa meira
 

Æskulýðssjóður 1.2.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Börn og ungmenni,  á aldrinum 6-25 ára.

Til hvers?

Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Umsóknarfrestur

Athugið að búið er að breyta reglum og er nú einungis hægt að sækja um styrk tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. október.

Síðasti umsóknarfrestur var 15. febrúar 2021. Lokað er fyrir umsóknir.

 EN

Lesa meira
 

Nýsköpunarsjóður námsmanna 4.3.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Háskólanema í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema.

Til hvers?

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. 

Umsóknarfrestur:

Síðasti umsóknarfrestur var 15. febrúar kl. 15:00. Lokað er fyrir umsóknir.


EN

Lesa meira
 

Hagnýt rannsóknarverkefni 15.2.2016 Umsóknarfrestur, Tækniþróunarsjóður

Fyrir hverja?

Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og opinber fyrirtæki.

Til hvers?

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Umsóknarfrestur:


Umsóknarfrestur var til 25. febrúar 2021.

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.

Lesa meira
 

Nordplus 1.2.2019 Umsóknarfrestur

Rannís er landskrifstofa Nordplus á Íslandi. Starfsfólk Rannís veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi allar undiráætlanir Nordplus.

Lesa meira
 

Eurostars 12.9.2019 Umsóknarfrestur

 

Fyrir hverja? 

Eurostars eru fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem stunda sjálf rannsóknar- og þróunarstarfsemi (e. R&D performing SMEs), sem eru í alþjóðlegu samstarfi og stefna á markað.

Til hvers? 

Eurostars er tilvalið fyrsta skref í alþjóðlegu samstarfi og gerir það smærri fyrirtækjum kleift að sameina og deila sérþekkingu og njóta góðs af því að vinna utan landamæra.

Umsóknarfrestur: 

Lokað er fyrir umsóknir. 

Síðasti umsóknarfrestur var  4. febrúar 2021.

Umsóknum í sjóðinn er skilað í rafrænt umsóknarkerfi á vef Eurostars.  

EN

Lesa meira
 

Kynningarfjarfundur um Tækniþróunarsjóð 3.2.2021 9:00 - 10:30 Í streymi (online)

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir rafrænum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9.00-10.30 með yfirskriftinni Nú er tækifæri til að ná lengra með Tækniþróunarsjóði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Lesa meira
 

Rannís tekur þátt í UTmessunni 2021 5.2.2021 9:00 - 15:00 UTmessan í rafheimum

UTmessan er haldin 1. - 6. febrúar 2021 í rafheimum. Rannís tekur þátt í ráðstefnudeginum föstudaginn 5. febrúar. Við kynnum helstu sjóði og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís. Hægt verður að spjalla við starfsfólk í beinni og fá svör við spurningum.

Lesa meira
 

Rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna 23.2.2021 13:00 Veffundur

Kynningarfundinum verður streymt á netinu þann 23. febrúar nk. kl. 13.00. Fundurinn er öllum opinn og ekki er þörf á að skrá sig.

Lesa meira
 

Rannsóknasamstarf Íslands og Bretlands um málefni norðurslóða 23.2.2021 13:00 - 16:00 Málstofa í streymi

Málstofa á netinu um norðurslóðasamstarf Íslands og Bretlands á sviði rannsókna, menntunnar og nýsköpunar með áherslu á málefni hafsins.

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica