Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.10.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021 kl. 23:59.

Vegna nýrra verkefna: 1. október ár hvert.

Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert.

EN

Lesa meira
 

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla 1.10.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).

Til hvers?

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er 1. október 2021, kl 15:00, fyrir skólaárið 2022-2023.

EN

Lesa meira
 

Íþróttasjóður 1.10.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021, kl. 15:00.

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Jules Verne 22.9.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Vísinda- og fræðimenn á öllum sviðum grunnvísinda og hagnýtra rannsókna.

Til hvers?

Til samstarfsverkefna á sviði vísinda og tækni milli Íslands og Frakklands.

Umsóknarfrestur

Á tveggja ára fresti.

Næsti umsóknarfrestur er 22. september 2021 kl. 15:00 (umsóknarfrestur var framlengdur).

Sjá auglýsingu um umsóknir.

EN

Lesa meira
 

Fyrirtækjastyrkur - Markaðsstyrkur 15.2.2016 Umsóknarfrestur, Tækniþróunarsjóður

Fyrir hverja?

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var 15. september 2021, kl. 15:00.


Lesa meira
 

Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur 15.9.2016 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Lítil og meðalstór fyrirtæki.

Til hvers?

  • Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
  • Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur var15. september 2021,  kl. 15:00.


Lesa meira
 

Fyrirtækjastyrkur - Sproti 15.9.2016 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla.

Til hvers?

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur var 15. septemeber 2021, kl. 15:00.


Lesa meira
 

Hljóðritasjóður 10.10.2016 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Tónlistarmenn, jafnt einstaklinga sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðra er koma að hljóðritun tónlistar.

Til hvers?

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni.

Umsóknarfrestur

Mars og september ár hvert.

Umsóknarkerfi opnar að jafnaði eigi síðar en sex vikum fyrir umsóknarfrest.

Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2021, kl 15:00.

Senda fyrirspurn.

Auglýsing um umsóknir.

EN

Lesa meira
 

Rannsóknaþing 2021 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 9.9.2021 13:00 - 14:00 Á vefnum í beinni útsendingu

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 9. september kl. 13.00-14.00 undir yfirskriftinni Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Þingið fer fram í beinni útsendingu á netinu frá Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira
 

Bókasafnasjóður 15.9.2021 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og reglur bókasafnasjóðs ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.

Til hvers?

Sjóðurinn skal efla starfsemi bókasafna. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.

Umsóknarfrestur

Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2021 kl. 15:00.

Senda fyrirspurn.

Auglýsing um umsóknir.

Frá árinu 2022 verður umsóknarfrestur 15. mars ár hvert. Ef dagur lendir á helgi þá færist umsóknarfrestur á næsta virkan dag.

EN

Lesa meira
 

BlueBio-ERA-NET auglýsir eftir umsóknum 20.9.2021 Umsóknarfrestur

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís

Lesa meira
 

Upplýsingadagur COST 1.10.2021 Rafrænn viðburður

Þann 1. október nk. stendur COST fyrir rafrænum upplýsingadegi sem er öllum opinn.

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica