Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Umsóknarfrestur: 

  • Vegna nýrra verkefna: Opnað verður fyrir umsóknir um ný verkefni um miðjan ágúst 2023 með umsóknarfrest til 2. október

  • Vegna framhaldsumsókna: Opið er fyrir framhaldsumsóknir með umsóknarfrest til 3. apríl 2023.

EN

Lesa meira
 

Listamannalaun 30.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Sjá nánar undir Spurt og svarað.

Tilgangur

Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]

Umsóknartímabil vegna listamannalauna 2024.

Umsóknarfrestur 2. október 2023, kl 15:00

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).

Til hvers?

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2023-2024 var til 7. október 2022, kl 23.59.

Lokað er fyrir umsóknir.

Senda fyrirspurn.

EN

Lesa meira
 

Íþróttasjóður 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að hreyfingu fyrir alla, sérstaklega ungu fólki. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur var 3. október 2022 kl. 15:00. Sjá auglýsingu


Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Sviðslistasjóður 7.10.2014 17:00 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Atvinnusviðslistahópa.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.

Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknartímabil í Sviðslistasjóð vegna verkefna 2023-2024.

Umsóknarfrestur var til 3. október 2022 kl: 15:00

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara 31.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám. Sótt er um ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrki að hausti en fyrir styrki til að halda sumarnámskeið að vori. 



Lokadagur umsókna var 16. febrúar kl.15:00. Lokað er fyrir umsóknir.

Senda fyrirspurn.

 EN

Lesa meira
 

Æskulýðssjóður 1.2.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Börn og ungmenni,  á aldrinum 6-25 ára.

Til hvers?

Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar var 1. mars 2023 kl. 15:00.

Næsti umsóknarfrestur er 15. október og opnað verður fyrir umsóknir fljótlega.


Senda fyrirspurn

 EN

Lesa meira
 

Nordplus 1.2.2019 Umsóknarfrestur

Rannís er landskrifstofa Nordplus á Íslandi. Starfsfólk Rannís veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi allar undiráætlanir Nordplus.

Lesa meira
 

Sóknarstyrkir 20.10.2023 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Til hvers?

Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon Europe.

Umsóknarfrestur

Einu sinni á ári að hausti.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2023, kl. 15:00. Sótt er um í gegnum mínar síður Rannís .

EN

Lesa meira
 

Erasmus+ Nám og þjálfun 18.5.2021 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

Erasmus+ Samstarfsverkefni 21.5.2021 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti samstarfsverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

ESC - Sjálfboðaliðaverkefni og Samfélagsverkefni 23.2.2022 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í European Solidarity Corps fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

Vefstofur Horizon 2020 og Horizon Europe haustið 2022 27.9.2022 8:00 - 10:00 Rafrænn viðburður

Vefstofurnar eru haldnar 27. september, 4. október, 20. október og 30. nóvember 2022. Ekki er þörf á skráningu. 

Lesa meira
 

Vísindavaka 1. október 2022 í Laugardalshöll 1.10.2022 12:00 - 18:00 Vísindavaka Rannís

Vísindavaka Rannís snýr aftur eftir tveggja ára hlé, og verður að þessu sinni haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 1. október kl. 13:00-18:00. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.

Lesa meira
 

DiscoverEU 4.10.2022 Umsóknarfrestur í inngildingarátakið DiscoverEU Inclusion Action

Fyrir hverja?

Ungt fólk á 18. ári. Einstaklingar sækja um þátttöku með því að skrá sig til leiks í sérstöku DiscoverEU happdrætti. Svara þarf nokkrum spurningum sem eykur vinningslíkur en dregið er út frá Brussel. Fyrir einstaklinga sem þurfa aukinn stuðning er sérstakur umsóknarfrestur einu sinni á ári, DiscoverEU Inclusion Action (sjá neðar á síðunni). 

Til hvers?

Happdrætti fyrir ungt fólk á 18. ári um lestarpassa sem hægt er að nota nánast ótakmarkað á evrópskum lestarteinum. Passinn gildir í 30 daga á 12 mánaða tímabili. Hver einstaklingur ræður hvenær passinn er notaður á ferðatímabilinu og hversu lengi. Fólk stendur sjálft straum að kostnaði við að borga gistingu og mat en passanum fylgir afsláttarkort sem gildir á 40.000 stöðum vítt og breitt um Evrópu.

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári (að vori og hausti) og eru umsóknarfrestir tilgreindir hér, á samfélagsmiðlum og á www.eurodesk.is

Umsóknir fyrir inngildingarátak DiscoverEU, DiscoverEu Inclusion Action er 4. október nk. 

Read in English

Lesa meira
 

Driving Urban Transitions samfjármögnuninni ýtt úr vör 4.10.2022 - 5.10.2022 Ráðstefna - hybrid

Upphafsráðstefna Driving Urban Transition (DUT) samfjármögnunar-áætlunarinnar (partnership) verður haldin 4. og 5. október nk. í Brussel og í beinu streymi.

Lesa meira
 

Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2022 7.10.2022 Tilnefning

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2022. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 7. október nk.

Lesa meira
 

Vefstofa: Velferð meðal barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur 18.10.2022 8:00 - 9:30 Vefstofa

Vefstofan verður haldin 18. október nk. og hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Rafrænn upplýsingafundur um opið kall Digital Europe um þróun á öruggu og traustu gagnarými fyrir fjölmiðla (media) 20.10.2022 Rafrænn kynningarfundur

Þann 20. október 2022 fer fram rafrænn upplýsingafundur þar sem kynnt verður áætlun Evrópusambandsins varðandi þróun á sameiginlegu gagnarými fyrir evrópska fjölmiðla. 

Lesa meira
 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica