Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna 1.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Umsóknarfrestur: 

  • Vegna nýrra verkefna: 3. október 2022 kl. 23:59. Sjá auglýsingu.
  • Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert. 

EN

Lesa meira
 

Listamannalaun 30.9.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Sjá nánar undir Spurt og svarað.

Tilgangur

Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]

Umsóknartímabil vegna listamannalauna 2023.

Umsóknarfrestur var 3. október 2022, kl 15:00

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).

Til hvers?

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er 6. október 2022, kl 15:00, fyrir skólaárið 2023-2024. Framlengdur til 7. október 2022, kl 23.59.

Senda fyrirspurn.

EN

Lesa meira
 

Íþróttasjóður 1.10.2014 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að hreyfingu fyrir alla, sérstaklega ungu fólki. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Næsti umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00. Sjá auglýsingu

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

Sviðslistasjóður 7.10.2014 17:00 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Atvinnusviðslistahópa.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.

Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknartímabil í Sviðslistasjóð vegna verkefna 2023-2024.

Umsóknarfrestur var til 3. október kl: 15:00

Senda fyrirspurn

EN

Lesa meira
 

SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara 31.1.2015 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Skóla-/menntastofnanir og fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.


Umsóknarfrestir:

Lokað er fyrir umsóknir.

Opnað verður fyrir umsóknir um styrki vegna sumarnámskeiða í byrjun 2023.


Senda fyrirspurn.

 EN

Lesa meira
 

Æskulýðssjóður 15.2.2023 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Börn og ungmenni,  á aldrinum 6-25 ára.

Til hvers?

Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Umsóknarfrestur

Næsti umsóknarfrestur er 15. febrúar 2023 kl. 15:00.

 

Senda fyrirspurn

 EN

Lesa meira
 

Nordplus 1.2.2019 Umsóknarfrestur

Rannís er landskrifstofa Nordplus á Íslandi. Starfsfólk Rannís veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi allar undiráætlanir Nordplus.

Lesa meira
 

Sóknarstyrkir 25.10.2019 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Til hvers?

Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon Europe.

Umsóknarfrestur

Einu sinni á ári að hausti.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2022, kl. 15:00. Sótt er um í gegnum mínar síður Rannís .

EN

Lesa meira
 

Erasmus+ Nám og þjálfun 18.5.2021 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

Erasmus+ Samstarfsverkefni 21.5.2021 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti samstarfsverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

ESC - Sjálfboðaliðaverkefni og Samfélagsverkefni 23.2.2022 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í European Solidarity Corps fyrir árið 2022.

Lesa meira
 

Vefstofur Horizon 2020 og Horizon Europe haustið 2022 27.9.2022 8:00 - 10:00 Rafrænn viðburður

Vefstofurnar eru haldnar 27. september, 4. október, 20. október og 30. nóvember 2022. Ekki er þörf á skráningu. 

Lesa meira
 

Vísindavaka 1. október 2022 í Laugardalshöll 1.10.2022 12:00 - 18:00 Vísindavaka Rannís

Vísindavaka Rannís snýr aftur eftir tveggja ára hlé, og verður að þessu sinni haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 1. október kl. 13:00-18:00. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.

Lesa meira
 

DiscoverEU 4.10.2022 Umsóknarfrestur í inngildingarátakið DiscoverEU Inclusion Action

Fyrir hverja?

Ungt fólk á 18. ári. Einstaklingar sækja um þátttöku með því að skrá sig til leiks í sérstöku DiscoverEU happdrætti. Svara þarf nokkrum spurningum sem eykur vinningslíkur en dregið er út frá Brussel. Fyrir einstaklinga sem þurfa aukinn stuðning er sérstakur umsóknarfrestur einu sinni á ári, DiscoverEU Inclusion Action (sjá neðar á síðunnu). 

Til hvers?

Happdrætti fyrir ungt fólk á 18. ári um lestarpassa sem hægt er að nota nánast ótakmarkað á evrópskum lestarteinum. Passinn gildir í 30 daga á 12 mánaða tímabili. Hver einstaklingur ræður hvenær passinn er notaður á ferðatímabilinu og hversu lengi. Fólk stendur sjálft straum að kostnaði við að borga gistingu og mat en passanum fylgir afsláttarkort sem gildir á 40.000 stöðum vítt og breitt um Evrópu.

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári (að vori og hausti) og eru umsóknarfrestir tilgreindir hér, á samfélagsmiðlum og á www.eurodesk.is

Umsóknir fyrir inngildingarátak DiscoverEU, DiscoverEu Inclusion Action er 4. október nk. 

Read in English

Lesa meira
 

Driving Urban Transitions samfjármögnuninni ýtt úr vör 4.10.2022 - 5.10.2022 Ráðstefna - hybrid

Upphafsráðstefna Driving Urban Transition (DUT) samfjármögnunar-áætlunarinnar (partnership) verður haldin 4. og 5. október nk. í Brussel og í beinu streymi.

Lesa meira
 

Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2022 7.10.2022 Tilnefning

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2022. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 7. október nk.

Lesa meira
 

Vefstofa: Velferð meðal barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur 18.10.2022 8:00 - 9:30 Vefstofa

Vefstofan verður haldin 18. október nk. og hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Rafrænn upplýsingafundur um opið kall Digital Europe um þróun á öruggu og traustu gagnarými fyrir fjölmiðla (media) 20.10.2022 Rafrænn kynningarfundur

Þann 20. október 2022 fer fram rafrænn upplýsingafundur þar sem kynnt verður áætlun Evrópusambandsins varðandi þróun á sameiginlegu gagnarými fyrir evrópska fjölmiðla. 

Lesa meira
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica