Á döfinni
Auglýst er eftir umsóknum í Eurostars-3
Eurostars áætlunin styður við lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki (e. innovative SMEs) og samstarfsaðila þeirra sem geta verið stór fyrirtæki, háskólar og rannsóknastofnanir. Frekari upplýsingar um áætlunina má nálgast á vef Eurostars og á vef Rannís.
Umsóknarfrestur er til 24. mars n.k. kl. 13:00 (GMT) og sótt er um á vef Eurostars.