Á döfinni

Evrópusamvinna í 30 ár

  • 8.5.2024, 14:00 - 18:00, Kolaportið

Árið 2024 eru 30 ár síðan að samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður og veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Í tilefni af þeim tímamótum bjóða Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi til tveggja viðburða miðvikudaginn 8. maí. annars vegar málþingið: EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir og hins vegar Uppskeruhátíð Evrópuverkefna: Evrópusamvinna í 30 ár. 

10:00 - 12:00 Málþing - Grand Hótel 

Á málþinginu verður sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum, og rætt hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin ber í skauti sér.

Nánar um málþingið

14:00 - 18:00 Uppskeruhátíð Evrópuverkefna - Kolaportið 

Öll velkomin á sérstaka uppskeruhátíð þar sem Evrópusamvinnu verður fagnað en Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 30 ár.

Nánar um hátíðina

Evropusamvinn-i-30-ar-1920x1080px
Þetta vefsvæði byggir á Eplica