Á döfinni

Rannsóknaþing 2024 og afhending Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs

 • 18.4.2024, 14:00 - 16:00, Hilton Reykjavík Nordica

Á Rannsóknaþingi eru tekin fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar, litið til baka og horft til framtíðar. Á hverju þingi er settur skýr fókus á tiltekið umfjöllunarefni og í ár verður horft til forgangsröðunar í rannsóknum. Rætt verður um áhrifamat á markáætlun um öndvegissetur og rannsóknarklasa auk þess sem rætt verður um framtíðarhorfur í forgangsröðun rannsókna á Íslandi. 

Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis opnar þingið og þá mun Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis afhenda Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 í lok þingsins.

Upptaka frá Rannsóknaþingi er aðgengileg hér í spilaranum fyrir neðan.

 

Dagskrá*

 • Setning Rannsóknaþings
  • Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis.

 • Áhrifamat á markáætlun öndvegissetra og rannsóknaklasa
  • Halla Þorsteinsdóttir, aðjúnkt hjá Háskólanum í Torontó, Kanada og forstjóri Small Globe.
 • Forgangsröðun í rannsóknum - Pallborð
  • Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri.
  • Hans Tómas Björnsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
  • Hjalti Páll Ingólfsson, rekstrarstjóri hjá Jarðhitaklasanum Georg.
  • Irma Jóhanna Erlingsdóttir, prófessor við mála- og menningardeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður GEST / RIKK.
  • Kristinn R. Þórisson, prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.
  • Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis.

              Pallborðstjóri: Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna-
              og nýsköpunarsviðs Rannís.

 • Afhending Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir störfum dómnefndar.
  • Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, afhendir verðlaunin.

 Fundarstjóri: Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís.

 *Birt með fyrirvara um breytingar.

Að loknu þingi er boðið upp á léttar veitingar.

Öll eru velkomin á Rannsóknaþing en gestir eru þó beðnir um að skrá sig á þingið í meðfylgjandi hlekk.

 Skráning á Rannsóknaþing
Þetta vefsvæði byggir á Eplica