Á döfinni

Tækniþróunarsjóður tekur þátt í Nýsköpunarviku

  • 28.5.2021, 12:30 - 13:30, Veffundur

Föstudaginn 28. maí nk. kl. 12:30 til 13:30 kynnir Tækniþróunarsjóður tækifæri sem eru í boði í húsnæði Grósku og samtímis í beinu streymi. Allir eru velkomnir að fylgjast með hvort sem er á staðnum (meðan húsrúm leyfir) eða í beinu streymi (sjá neðar í frétt).

Dagskrá:

  • Ágúst Hjörtur Ingþórsson sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs opnar fundinn.
  • Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna breytingar á sjóðnum.
  • Pétur Már Halldórsson framkvæmdastjóri Nox Medical  og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofandi Kara Connect munu segja frá samleið þeirra með sjóðnum.

Opna streymi 

Tækniþróunarsjóður er stærsti opinberi samkeppnissjóðurinn sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna á Íslandi. Hann er opinn verkefnum úr öllum atvinnugreinum og ýtir jafnframt undir alþjóðlegt samstarf í nýsköpun.

„2021 verður stærsta ár Tækniþróunarsjóðs frá upphafi. Hann hefur tæpa 3,7 milljarða króna til ráðstöfunar til nýsköpunarverkefna í ár“ samkvæmt Ágústi Hirti Ingþórssyni sviðstjóra rannsókna og nýsköpunarsviðs Rannís.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica