Á döfinni

Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe: Heilbrigðismál (Health)

  • 19.1.2023 - 20.1.2023, Upplýsingadagar Horizon Europe

Upplýsingadagur:

Þann 19. janúar  verða kynnt  rannsóknar- og nýsköpunarviðfangsefni næstu vinnuáætlunar (e. Work Programme) fyrir árin 2023-2024 í klasa 1 í Horizon Europe.

Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að læra meira um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.

Dagskrá og nánari upplýsingar

Tengslaráðstefna:

Við viljum vekja sérstaka athygli á tengslaráðstefnu sem haldin verður 20. janúar nk.

Skráning og nánari upplýsingar um tengslaráðstefnu

Á tengslaráðstefnunni gefast tækifæri á að koma þér og þinni stofnun/fyrirtæki á framfæri.

Starfsmenn Rannís geta veitt aðstoð við textagerð en mikilvægt er að hafa hnitmiðaðan texta til að einfalda þátttakendum leit að réttum samstarfsaðilum á tengslaráðstefnunni. Sýnileikinn eykur líkurnar á að haft verið samband við viðkomandi með boð um að vera þátttakendur í stórri Evrópusambandsumsókn.

Markmið klasa 1 - heilbrigðisvísindi eru meðal annars að bæta og vernda heilsu og líðan einstaklinga á öllum aldri með því að skapa nýja þekkingu, þróa nýjar lausnir og samþætta þar sem við á kynjaða sýn til að greina, koma í veg fyrir, meðhöndla og lækna sjúkdóma.

Önnur markmið eru að þróa heilbrigðistækni, draga úr áhrifum áhættuþátta og stuðla að góðri heilsu og vellíðan almennt og á vinnustað.

Þessi klasi miðar að því að gera opinber heilbrigðiskerfi hagkvæmari, sanngjarnari og sjálfbærari. Einnig er markiðið að koma í veg fyrir og takast á við sjúkdóma er tengjast fátækt og styðja við sjúklinga og gera þeim kleift að taka þátt eigin meðferð. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica