Rannsókna­þing 2016 og afhending Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs

Fjárfesting til framtíðar –hlutverk rannsókna og nýsköpunar

Fimmtudaginn 2. júní kl. 8:30 - 10:45 á Grand Hótel Reykjavík

Rannís skipuleggur Rannsóknaþing í samstarfi við Vísinda- og tækniráð þar sem tekin eru fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar. 

Á Rannsóknaþingi eru veitt Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs , en þau eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.


Skrá þátttöku

Morgunverður frá 8:00 - 8:30

Dagskrá:

8:30  Setning Rannsóknaþings
Illugi Gunnarsson, mennta - og menningarmálaráðherra

8:45  Stefna Vísinda - og tækniráðs, undirbúningur að nýrri stefnu fyrir tímabilið 2017 - 2020
Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda - og tækniráðs, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík

9:00  Hugverk og nýsköpun
Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda - og tækniráðs, Business Manager Inside Sales, Marel, kynning

9:15 Aukin hagsæld
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

 9:35  Stefna Evrópusambandsins í rannsóknum – þróun og alþjóðlegt samstarf
Kostas Glinos, the Head of Unit dealing with Strategy and EFTA/EEA countries, International Cooperation directorate

10:00 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda - og tækniráðs
Fulltrúi dómnefndar gerir grein fyrir valinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin.

10:25 Áhættugreining til að finna dulin æðasjúkdóm – ný nálgun
Dr. Vilmundur Guðnason, forstöðumaður Hjartaverndar gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem var að hluta styrkt með Öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs.

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís








Þetta vefsvæði byggir á Eplica