Rannsóknaþing 2017 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannsóknaþing 2017 verður haldið fimmtudaginn 21. september á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Heimur örra breytinga. 

Rannís býður til Rannsóknaþings fimmtudaginn 21. september á Grand Hótel Reykjavík þar sem stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 verður kynnt. Áherslan í nýrri stefnu er að skilgreina samfélagslegar áskoranir, efla nýsköpun, auka gæði háskólastarfs og styrkja innviði. Þá verða Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs afhent. Dagskrá hefst kl. 8.30 en húsið verður opnað með léttum morgunverði kl. 8.00. 

Hægt verður að fylgjast með dagskránni í streymi á Facebook-síðu Rannís.

Tilkynna þátttöku

DAGSKRÁ

8:30 Setning Rannsóknaþings
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs

8:45 Hlutverk háskóla í framþróun þekkingarsamfélaga
Steinunn Gestsdóttir, varaformaður vísindanefndar hjá Vísinda- og tækniráði
Sækja glærukynningu

9:05 Nýsköpun í heimi örra tæknibreytinga (Fjórða iðnbyltingin)
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, formaður tækninefndar hjá Vísinda- og tækniráði
Sækja glærukynningu

9:25 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Kristján Leósson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir valinu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin.

9:45 Viðbrögð við nýrri stefnu          
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Vísindafélags Íslendinga
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

10:15 Dagskrárlok

Fundarstjóri er Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís








Þetta vefsvæði byggir á Eplica