Creative Europe sumarfréttir 2020

18.8.2020

MEDIA: Styður evrópska kvikmyndagerð og margmiðlun.
Menning: Samstarf, tengslanet og verkefni í menningargeiranum.
Menningaráætlun ESB Creative Europe veitir 150 milljónir í styrki til kvikmyndagerðar og menningar á Íslandi.

Tengill á fréttabréf

Texti fréttabréfs: 

Creative Europe MEDIA

Stórbrotin árangur í MEDIA, íslenskur kvikmyndaiðnaður fær um 103 milljónir í styrki.

Árið 2020 byrjaði af fullum krafti hjá okkar MEDIA fólki. Af ellefu innsendum umsóknum fengu fimm þeirra úthlutuðum styrkjum og sú sjötta er á biðlista. Sá árangur er með eindæmum góður ef tekið er mið af meðaltali allra umsókna í Evrópu og lágu árangurshlutfalli umsækjenda. Íslenskir aðilar hafa samtals fengið úthlutað 680 þúsund evrum á árinu.

Styrkir til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda

Á fyrsta skilafresti voru sendar inn sjö íslenskar umsóknir til undirbúnings kvikmynda og fengu þrjár þeirra úthlutun. Framleiðslufyrirtækið Zikzak fær 50.000€ styrk fyrir kvikmyndina “Afturelding (Backfire)” og Hreyfimyndasmiðjan fær 50.000€ styrk fyrir kvikmyndina “Vera and the Third Stone”. Fyrirtækið Fimp ehf. fær 25.0000€ til að undirbúa heimildamyndina “Varado – The Curse of Gold”.

Styrkir til framleiðslu á sjónvarpsefni

Þrjár umsóknir um framleiðslustyrki fyrir sjónvarpsefni voru sendar inn. Fyrirtækið Vesturport (Evrópa kvikmyndir) fékk 500.000€ í styrk, fyrir sjónvarpsþáttaröðina “Verbúð (Blackport). Ein umsókn er á biðlista og gæti fengið úthlutun síðar á árinu.

Styrkir til kvikmyndahátíða

Á fyrsta skilafresti fór ein íslensk umsókn frá kvikmyndahátíðinni RIFF fyrir hátíð á árinu 2020 og fékk hún úthlutað 55.000€.


Námskeið og tengslanet

MEDIA styður margvísleg námskeið tengslanet. MEDIA viðburðir skapa ýmis tækifæri til starfsþróunar og tengslamyndunar fyrir fagfólk í kvikmyndagerð og margmiðlun. Sjá nánar.

Niðurstaða um úthlutun í MEDIA er að finna á þessari slóð.

Creative Europe Menning

Creative Europe styrkir þrjá íslenska þátttakendur í samstarfsverkefnum um 45 milljónir króna

Þrjú samstarfsverkefni þar sem íslenskir aðilar taka þátt í fá hátt í 300.000€ samanlagt eða um 45 milljónir ISK. Íslensku þátttakendurnir eru: Academy of the Senses, Dance Festival og Alternance slf.

Academy of the senses fær 72.353 € í sinn hlut.
Reykjavík Dance Festival fær 85.000€ í sinn hlut.
Alternance fær 140.354€ í sinn hlut

Akademía skynjunarinnar
tekur þátt í myndlistarverkefninu Common Ground (COMG), samvinna listamanna og fræðimanna frá Íslandi, Póllandi og Litháen til þriggja ára.

Myndlistarsýningar verða settar upp í þátttökulöndunum en verkefninu er einnig ætlað að vera fræðileg rannsókn á líðan, afstöðu og hugmyndum fólks um sín heimkynni og leita svara við spurningunni „Hvar á ég heima“?

Hvar á ég heima? Er pólitísk, menningarleg, vistfræðileg, mannfræðileg og landfræðileg spurning í hnattrænum heimi þar sem heimurinn skreppur ört saman vegna síaukins upplýsingaflæðis og fólksflutninga milli svæða.

Markmið verkefnisins er að skapa samræður um hugmyndina Common Ground / sameiginlega jörð milli heimamanna, innflytjenda, listamanna og fræðimanna frá ólíkum menningarheimum. Fjölbreytileikinn auðgar líf okkar og eyðir fordómum.
Heildarstyrkur verkefnisins er um 200.000 € þar af fær Akademía skynjunarinnar 72.353 €


Alternance slf - arkitektúr og skipulag,
tekur þátt í verkefninu "Human Cities" samstarf til 4 ára.

Um er að ræða samevrópskt verkefni þar sem unnið er við afskekkta staði "Creative works with small and remote places". Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með "MAPS - multidisciplinary assessment of a public space" sem er verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegu markmiði þ.e. að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Þetta er þverfagleg rannsókn sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði.

Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.
Samstarfsaðilarnir eru Politecnico di Milano frá Ítalíu - Ecole Supérieur d'Art et de Design frá Frakklandi - Clear Villager Trustee Limited frá Bretlandi - FH Johanneum Gesellshaft MBH frá Austurríki - Urbanisticni Institut Republike Slovenije frá Slóveníu - Eeesti Disainerite Liit MTU frá Estóníu - Panepistimio Aigaiou frá Grikklandi - Universidade da Madeira frá Portúgal - Zamek Cieszyn frá Póllandi.

Heildarstyrkur til verkefnisins er 1.744.520€ þar af er styrkupphæð Alternance slf 140.354€. Sjá nánar um verkefnið.


Reykjavík Dance Festival
tekur þátt í samstarfsverkefninu: adap advancing performing arts project - FEMINIST FUTURES.

Verkefninu stýrir APP Tanzfabrik í Berlin en þátttakendur koma frá Belgíu, Frakklandi, Póllandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Serbíu, Portúgal.

Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á misrétti í samtíma-sviðslistum. Feminist futures er nýstárlegt verkefni þar sem komið er á framfæri listaverkum sem kalla á jákvæða sýn á framtíðina án kynþáttafordóma og þjóðernishyggju í Evrópu.

Markmiðið er að styrkja nýja kynslóð 20 listamanna til að setja á svið verk með sterka þjóðfélagslega tengingu og koma síðan á framfæri víðs vegar í Evrópu.

Verkefnið tengist Evrópskri hátíð sem kallast Everybody‘s Sisters Europe. Boðið verður upp á alls kyns námskeið fyrir þátttakendur og tækifæri til listamannadvalar í Rio De Janeiro Escola live de Danca da Maré of Lia Rodrigues og dagskrá fyrir unga rithöfunda and gagnrýndendur með fókus á Vestur – Balkan svæðið.

Haldin verður vegleg lokaráðstefna og niðurstöður verkefnið verður dreift víða.
Reykjavík Dance Festival fær 85000€ í sinn hlut.
Verkefnið í heild fær 2.000.000€
Sjá nánar um verkefnið.

Samstarfsverkefni - Ný áætlun er væntanleg 2021 og áfram verða styrkt samstarfsverkefni á sviði lista og menningar.

Þriggja landa samstarf er styrkt allt að 200 þúsund evrum og sex landa samstarf eða fleiri allt að 2 milljónum evra..

Ekki er búið að auglýsa næsta umsóknarfrest. Eingöngu lögaðilar geta sótt um. Forgangsatriði samstarfsverkefna voru (og gætu orðið á svipuðum "nótum"):

  • Að styðja samstarf listamanna og menningarstofnana landa á milli.
  • Bæta aðgengi og þátttöku að menningararfi, menningu og listum. Þátttaka barna, ungs fólks og minnihlutahópa aukin.
  • Nýsköpun alls konar, markaðsvæn og rafræn nálgun í menningarstarfi.
  • Verkefni takist á við fjölmenningu, virðingu fyrir mismunandi menningu, og félagslega aðlögun nýbúa og flóttamanna.


Sjá niðurstöður í menningarverkefnum
Íslendingar eru með umsóknir í bókmenntaþýðingum CE. Niðurstöður liggja ekki fyrir.

Næsta kynslóð Creative Europe


Undirbúningur fyrir næsta tímabil Creative Europe stendur nú sem hæst í á vettvangi ESB. Meðal þess sem lögð verður áhersla á eru kynjamál, fjölmiðlar og ferðastyrkir til listafólks.


Kynjajafnrétti
Meðal þess sem lögð verður áhersla á er að jafna stöðu kynjanna á vettvangi menningar og lista. Liður í þessu er söfnun gagna um stöðu mála í skapandi greinum. Hvernig þessi áhersla mun koma í mati á umsóknum á eftir að koma í ljós, en þess gætu sést merki strax á næsta ári.

Fjölmiðlar
Meðal áhugaverðra nýjunga er stuðningur við fjölmiðlageirann. Útfærsla liggur ekki fyrir, en áherslan verður á gæðablaðamennsku og fjölmiðlalæsi. Þessi nýi þáttur í Creative Europe mun að líkindum heyra undir MEDIA hlutann, sem styrkir sjónrænar greinar.

Ferðastyrkir til listafólks
Í næstu kynslóð Creative Europe verður einnig lögð áhersla á ferðastyrki til listafólks, til náms- og samstarfsheimsókna. Þessi nýi þáttur hefur verið prufukeyrður í ár undir merkjum i-Portunus.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica