Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir sem berast sjóðnum fara í mat hjá tónlistarráði sjóðsins. Við mat á umsóknum er tekin mið af reglum um úthlutun Tónlistarsjóðs nr. 125/2005 og matskvarða Tónlistarsjóðs . Allir þeir aðilar sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá Tónlistarsjóði eru bundnir þagnarheiti. Sjóðurinn fylgir almennum reglum um vanhæfi. Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti. Þegar úthlutun liggur fyrir er birt fréttatilkynning um styrkþega á heimasíðu Rannís.

Við bendum á að samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 , ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.

Niðurstaða liggur fyrir að jafnaði 2 mánuðum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica