Umsóknir og eyðublöð

Umsóknarfrestir og umsóknarkerfi Rannís

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári, í maí og nóvember og er sótt um í gegnum umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).

Næsti umsóknarfrestur verður 15. maí kl. 17, vegna verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí – 31. desember 2017.  Styrkir eru að jafnaði ekki veittir lengur en til eins árs í senn.


Leiðbeiningar við gerð umsóknar

Í umsóknareyðublaðinu skal gera greinargóða lýsingu á aðstandendum verksins, verkinu sjálfu og kostnaðaráætlun fyrir verkið (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan). Ef um einstakling er að ræða þá fylgi upplýsingar um starfsferil, faglegan og listrænan bakgrunn hans.

Ef umsækjandi hefur áður verið veittur styrkur úr Tónlistarsjóði þarf lokaskýrsla fyrir veittan styrk að hafa borist Rannís. Undantekningar frá þessu er að ef umræddur styrkur var veittur í síðustu úthlutun sjóðsins eða að sérstaklega hafi verið samið um seinkun á skil á lokaskýrslu við Rannís.

Umsókn skal fyllt út og skilað í umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).

Umsóknir og fylgigögn sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn eru ógildar og ekki teknar til umfjöllunar í sjóðnum. 

Leiðbeiningar við gerð kostnaðaráætlunar 

Mikilvægt er að hafa í huga að við gerð fjárhagsáætlunar í eyðublaði að átt er við heildarkostnað verksins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum sem sótt er um til Tónlistarsjóðs. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra sjóða en Tónlistarsjóðs fyrir verkinu skal tilgreina það í umsókn, jafnvel þó niðurstaða úr þeim umsóknum liggi ekki fyrir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica