Íslenskukennsla fyrir útlendinga

islenskukennsla.utlendinga(hja)rannis.is


Fyrir hverja?

Um er að ræða styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi, og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Hælisleitendur eru undanþegnir kröfu um skráningu í Þjóðskrá meðan málefni þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til fræðsluaðila og fyrirtækja og stofnana er bjóða nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.

Umsóknarfrestur er 8. desember, kl 15:00.



ENSenda fyrirspurn

Hvert er markmiðið?

Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá, tækifæri á að öðlast  nauðsynlega færni í íslensku til að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi. 

Hverjir geta sótt um?

Í 3. gr. Reglum um úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga segir:
Rétt til að sækja um styrk eiga fræðsluaðilar sem öðlast hafa viðurkenningu mennta- og barnamálaráðuneytisins á grundvelli 7. gr. laga um framhaldsfræðslu og fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá. Fyrirtæki eða stofnanir, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að hafa samning við viðurkenndan framhaldsfræðsluaðila er annast kennsluna. Í samningi skal koma fram hverjir samningsaðilar eru, lýsing á inntaki þjónustunnar sem veitt er og fjárhæð sem greidd er fyrir hana. Afrit af samningi skal fylgja með umsókn fyrirtækis.

Hvað er styrkt?

Styrkurinn gildir aðeins fyrir nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.

Skilyrði úthlutunar

Umsækjandi skal senda inn umsókn í rafrænu umsóknakerfi Rannís. Í umsókn skal tilgreina:

  • Lýsingu á námskeiði
  • Tegund námskeiðs
  • Fjölda námskeiða
  • Fjölda námskeiðsstunda. Samkvæmt námskrám ( grunnnám og framhald ) er hver áfangi/námskeið 60 kennslustundir. Ein kennslustund er lágmark 40 mínútur.
  • Áætlaðan heildarfjölda þátttakenda (10 að lágmarki og 20 að hámarki)
  • Tengingu við Evrópska tungumálarammann,
  • Námskeiðskostnað (sjá leiðbeiningar og hjálparskjal )
  • Fjármögnun

Fyrir lokauppgjör skal umsækjandi skila upplýsingum um framkvæmd námskeiðs til Rannís samkvæmt þeim reglum sem gerðar eru um gagnaskil.

Hlutverk Rannís

Mennta- og barnamálaráðuneyti úthlutar styrkjunum. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar

  • Skúli Leifsson, s. 5155843
  • Tekið er á móti fyrirspurnum á islenskukennsla.utlendinga (hja) rannis.is







Þetta vefsvæði byggir á Eplica