Matsferlið - útreikningur styrks
Allir umsækjendur fá upplýsingar um afgreiðslu styrkja í tölvupósti. Þeir aðilar sem fá styrk að upphæð kr. 1.000.000 eða meira þurfa að gera samning við Rannís (sem áskilur sér þó rétt að gera samning vegna lægri styrkupphæða ef svo ber undir). Við upphaf námskeiðs og þegar gerð samnings er lokið, þ.e. í þeim tilfellum sem það á við, er greitt allt að 40% af heildarvilyrði fyrirfram. Lokagreiðsla fer fram þegar borist hafa fullnægjandi upplýsingar um hvert námskeið, nöfn og kennitölu þátttakenda.
Upphæð styrkveitinga
Sjá hjálparskjal (excel) til að reikna viðmiðunarupphæðir í umsókn .
Sé vikið frá viðmiðunarupphæðum skal útskýra í umsókn hvers vegna.
Styrkir miðast við það fjármagn sem til ráðstöfunar er hverju sinni og eftirspurn. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk er við úthlutun höfð hliðsjón af fjölda þátttakenda hjá viðkomandi fræðsluaðila við uppgjör fyrri styrkveitinga.
Styrkur reiknast út frá tveimur breytum. Upphæðir í eftirfarandi upplýsingum miðast við úthlutun ársins 2025 en gert er ráð fyrir sömu eða sambærilegum upphæðum fyrir námskeið á árinu 2026, með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárheimildum.
Breyta A – Nemendastund.
- Ein kennslustund (lágmark 40 mínútur) fyrir einn nemanda telst vera ein nemendastund. 1 nemendastund = 283 kr.
- Samkvæmt námskrám (grunnnám og framhald) er hver áfangi/námskeið 60 kennslustundir. Ein kennslustund er lágmark 40 mínútur. Styrkur á hvern nema á hverju námskeiði = 60 x 283 kr. = 16.980 kr.
- Nemendur mega ekki vera færri en 10 á námskeiði (í undantekningartilvikum er hægt að samþykkja að fjöldi nemenda farið niður í 6). Lágmarsstuðningur vegna nemenda á hverju námskeiði er því almennt = 16.980 kr x 10 = 169.800 kr.
- Nemendur mega ekki vera fleiri en 20 á námskeiði. Hámarksstuðningur vegna nemenda á hverju námskeiði er því = 16.980 kr x 20 = 339.600 kr.
Breyta B – Námskeiðsstund. Grunnkostnaður námskeiðs.- Ein kennslustund óháð fjölda nemenda er styrkt um 2.830 kr.
- Samkvæmt námskrám (grunnnám og framhald) er hver áfangi/námskeið 60 kennslustundir.
- Grunnstuðningur fyrir hvert haldið námskeið er 2.830 kr x 60 = 169.800 kr.
Dæmi 1: Stuðningur fyrir
1 námskeið með 10 nemendum. Breyta A – nemendastundir: 16.980 x 10 = 169.8000 kr.
Breyta B – grunnkostnaður námskeiðs: 169.800 kr.
Samtals stuðningur við námskeið, breytur A + B =
339.600 kr. Dæmi 2: Stuðningur fyrir
10 námskeið með 15 nemendum hvert.
Breyta A – nemendastundir: 16.980 x 15 nemendur x 10 námskeið = 2.547.000 kr.
Breyta B – grunnkostnaður námskeiðs: 169.800 kr x 10 námskeið = 1.698.000 kr kr.
Samtals stuðningur við námskeið, breytur A + B =
4.245.000 kr.