Mats- og úthlutunarferlið

Umsóknir eru metnar af fimm fagráðum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Fagráð kynna mat sitt fyrir stjórn sjóðsins sem tekur ákvarðanir um styrkveitingar. Stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. 

Umsóknir eru metnar út frá eftirfarandi viðmiðum: hvort talið sé að verkefnið muni leiða til nýsköpunar (þekkingar og/eða tækni), hvort að til staðar séu möguleikar á hagnýtingu verkefnisins, hvort það muni stuðla að samstarfi háskóla, stofnana og/eða fyrirtækja sem og hvort að það gefi möguleika á sjálfstæðu framlagi nemanda.

Tilkynnt er um úthlutun á heimasíðu Rannís þegar úthlutun liggur fyrir. Umsjónarmenn og nemendur fá einnig sendan tölvupóst þar sem greint er frá niðurstöðu úthlutunar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica