Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla

sprotasjodur(hja)rannis.is

Fyrir hverja?

Leikskólastjóra, skólastjóra eða skólameistara fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.

Til hvers?

Styrkja verkefni sem stuðla að þróun og nýjungum í skólastarfi  í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
Næsti umsóknarfrestur verður auglýstur í byrjun árs 2024.EN

Brosandi barn skrifar í bók

Hvert er markmiðið?

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá, samkvæmt  15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 34. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og  53. gr. laga nr. 92/2008  um framhaldsskóla.  

Til sjóðsins renna fjármunir sem veittir eru á fjárlögum hverju sinni.  Nánar má sjá um hlutverk sjóðsins í reglugerð hans Nr. 242/2009.

Hvað er styrkt og áherslusvið árið 2023?

Þróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Áherslusvið sjóðsins fyrir árið 2023 eru:

 • Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði.
 • Sköpun og hönnun.
 • Stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.

Hverjir geta sótt um?

Leikskólastjórar, skólastjórar og skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstaka kennara. Aðrir aðilar geta einnig sótt um en þurfa þá að skila inn staðfestingu á þátttöku skóla með umsókn.

Skilyrði úthlutunar

Sjá matskvarða Sprotasjóðs. Samkvæmt 6. grein reglugerðar um Sprotasjóð leik-,grunn- og framhaldsskóla skal mat á umsóknum einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:

 • gildi og mikilvægi verkefnis með tilliti til hlutverks Sprotasjóðs,
 • verkefni feli í sér þróunarstarf innan skóla, samstarf milli skóla eða skólastiga,
 • verkefnið falli að þeim áherslum eða áherslusviðum er fram koma í auglýsingu,
 • líkum á því að umsækjanda/umsækjendum takist að ná þeim markmiðum er verkefnið miðar að,
 • starfsferli og faglegum eða fræðilegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda m.t.t. þeirra krafna sem verkefnið gerir til þeirra.

  Pexels-akil-mazumder-1072824

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu Sprotasjóðs fyrir hönd mennta- og barna­málaráðuneytis.

Nánari upplýsingar

 • Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839
 • Skúli Leifsson, s. 515 5843
 • Tekið er á móti fyrirspurnum á sprotasjodur(hja)rannis.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica