Tungumálamiðstöðin í Graz

European Centre for Modern Languages

Fyrir hverja?

Kennara og starfsmenn sem koma að tungumálakennslu.

Til hvers?
Stuðningur við nám og kennslu í tungumálum, t.d. styrkjum til að sækja námskeið/vinnustofur.

Umsóknarfrestur 
Það eru engir umsóknarfrestir heldur er alltaf opið fyrir umsóknir. Frekari upplýsingar er að finna á síðu Tungumálamiðstöðvarinnar .

Hvert er markmiðið?

Tungumálamiðstöðin er stofnun á vegum Evrópuráðsins. Hlutverk Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz er að efla og styðja við nám og kennslu í tungumálum í Evrópu. Starfsemi tungumálamiðstöðvarinnar felst m.a. í skipulagningu námskeiða/ vinnustofa (workshops) í Graz og víðar. Einnig er á vegum stofnunarinnar unnið að margvíslegum þróunar- og rannsóknarverkefnum á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu í tengslum við vinnustofur/námskeið. Aðildarlönd geta almennt sent einn þátttakanda á hvert námskeið (vinnustofu) sér að kostnaðarlausu.

Ný áætlun 2016 - 2019

Í nýju áætluninni Languages at the heart of learning  sem gildir frá 2016 - 2019 er lögð áhersla á að tungumálanám sé forsenda alls náms. Allir kennarar á öllum skólastigum og í öllum greinum hafa hlutverki að gegna í þróun málfærni nemandans. Færni í Kennslumálum (languages of schooling), móðurmálum, erlendum málum og skilningur á erlendri menningu séu forsendendur allrar menntunar. 

Hlutverk Rannís

Rannís er tengiliður (Contact Point) ECML á Íslandi. Hlutverk Rannís er að veita upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar. Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands sér um að velja þátttakendur á vinnustofur. Tengiliður HÍ (Nominating Authority) er Eyjólfur Már Sigurðsson  Eyjólfur Már Sigurðsson

Sjá nánari upplýsingar á vef tungumálamiðstöðvarinnar í Graz

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica