CHANSE - Samvinna hug- og félagsvísinda í Evrópu

Fyrir hverja?

Fræðimenn og sviði hug- og félagsvísinda við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir.

Til hvers?

CHANSE er áætlun helguð samvinnu hug- og félagsvísinda á vegum Horizon Europe, með áherslu á rannsóknir á samfélagsbreytingum og menningarþróun á stafrænum tímum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur grunnumsókna var 7. maí 2021. Skilafrestur fullburða umsókna (samkvæmt boði) var 7. desember 2021.

Ekki liggur fyrir um hvort auglýst verði aftur eftir umsóknum.

EN

Hvert er markmiðið?

Stofnað er til CHANSE í samstarfi HERA og Norface , rannsóknaneta Horizon Europe . CHANSE styður nýstárlegar rannsóknir á virkni, merkingu og afleiðingum umbreytinga og nýjunga í okkar stafræna samtíma. Markmiðið er að öðlast betri skilning á áhrifum stafrænna nýjunga á félagslegar og menningarlegar breytingar, en jafnframt hvernig samfélag og menning hafa áhrif á stafræna þróun. Þótt samanburður eða rannsóknir á öðrum svæðum séu ekki útilokuð, verða verkefni að sýna fram á sterka, evrópska vídd, þ.e. skoða þær umbreytingar sem eiga sér stað eða hafa áhrif á Evrópu, í heild eða á einstök svæði.

Yfirþema CHANSE er eftirfarandi: Umbreytingar: Þróun samfélags og menningar á stafrænum tímum (Transformations: Social and Cultural Dynamics in the Digital Age). Yfirþemað skiptist tvær megin leiðir:

  • Menningarlegar umbreytingar á stafrænum tímum (Cultural Transformations in the Digital Age).
  • Stafræn þróun og samfélagslegar umbreytingar (Digitalisation and Social Transformation).

Hverjir geta sótt um?

Fræðimenn og sviði hug- og félagsvísinda við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. Umsækjendur verða að hafa lokið rannsóknarnámi við alþjóðlega viðurkennda háskóla og hafa reynslu af rannsóknum. Ath. að umsóknarfrestur er liðinn og ekki liggur fyrir hvort auglýst verður aftur eftir umsóknum.

Verkefni, skilyrði og þátttökulönd

Verkefni skulu samanstanda af a.m.k. fjórum aðalrannsakendum frá fjórum mismunandi löndum. Verkefni geta varað í 24-36 mánuði. Þótt ekki sé þak á heildarstyrknum er mælt með 1,5 milljónum evra fyrir eitt CHANSE verkefni. Verkefni hefjast í fyrsta lagi í september/október 2022.

Þátttökuskilyrði eru ákvörðuð af hverju landi fyrir sig. Fyrir íslenska þátttakendur gilda þau skilyrði sem eiga við um Rannsóknasjóð. Styrkur til íslenskra þátttakenda samsvarar verkefnisstyrk í Rannsóknasjóði, þ.e. 45 milljónir kr. fyrir 36 mánuði.

Auk Íslands taka eftirfarandi lönd þátt: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, og Bretland.

CHANSE er stýrt af National Science Centre í Póllandi, en landskrifstofa á Íslandi er Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís .

Hlutverk Rannís

Rannís er umsýsluaðili CHANSE á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu auk þess að veita umsækjendum upplýsingar og aðstoð.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica