Styrkur til Háskóla Íslands frá CHANSE, rannsóknaráætlun um samfélag og menningu á stafrænum tímum

9.6.2022

Annadís Rúdolfsdóttir, dósent við menntavísindasvið, leiðir hluta HÍ í verkefni sem fjallar um jafnrétti í stafrænu vinnuumhverfi. CHANSE er áætlun á vegum Horizon Europe með heildarfjármagn upp á 36 milljónir evra.

Stofnað er til CHANSE í samstarfi HERA og Norface , rannsóknaneta Horizon Europe . CHANSE styður nýstárlegar rannsóknir á virkni, merkingu og afleiðingum umbreytinga og nýjunga í okkar stafræna samtíma. Markmiðið er að öðlast betri skilning á áhrifum stafrænna nýjunga á félagslegar og menningarlegar breytingar, en jafnframt hvernig samfélag og menning hafa áhrif á stafræna þróun. 366 umsóknir bárust á fyrsta umsóknarfresti og var 90 þeirra boðið að skila inn umsókn í fullri lengd. Að endingu hlutu 26 verkefni styrk.

Háskóli Íslands er þáttakandi í verkefni um jafnrétti í stafrænu vinnuumhverfi: Interactions Online: Supporting gender equity in work-based videoconferencing. Verkefnið er samstarfsverkefni fimm landa og er stýrt af The Open University í Bretlandi; Annadís Rúdolfsdóttir, dósent við menntavísindasvip, leiðir hluta HÍ í verkefninu, sem er til þriggja ára. Styrkur HÍ er samfjármagnaður af ESB og Rannsóknasjóði og samsvarar einum verkefnisstyrk í Rannsóknasjóði.

Nánari upplýsingar um úthlutunina í frétt á vefsíðu CHANSE .


Þetta vefsvæði byggir á Eplica