Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir eru metnar af fagráði sem leitar álits hjá tveimur ytri matsmönnum fyrir hverja umsókn. Fagráðið afgreiðir hverja umsókn með rökstuddri, skriflegri greinargerð og forgangsraðar umsóknum á grunni hins faglega mats og mati fagráðsmeðlima. Stjórn Markáætlunar tekur ákvarðanir um fjárveitingar að fengnum umsögnum fagráðs, að fengnu samráði við stjórn Máltæknisjóðs. Til viðbótar hinu faglega mati, sem fagráð skilar, skal stjórn Markáætlunar miða umfjöllun sína við stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 og fjárframlögum í sjóðinn.

Þegar úthlutun liggur fyrir fá umsækjendur svarbréf í hendur með lokamati fagráðs.

Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega. Styrkur er greiddur í þrennu lagi, 40% við undirritun samnings, 40% 8 mánuðum frá undirritun samnings og 20% við samþykkt lokaskýrslu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica