Almennar upplýsingar varðandi Rannsóknasjóð

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi.


Hlutverk Rannsóknasjóðs

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs , úthlutunarstefnu sjóðsins sem samþykkt er af vísindanefnd og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Upplýsingar og aðstoð

Sérfræðingar Rannsóknasjóðs veita upplýsingar og aðstoð varðandi styrki virka daga að öllu jöfnu frá 9:00 – 15:00.

Um opinn aðgang að tímaritsgreinum

Upplýsingar um opinn aðgang að tímaritsgreinum má finna hér








Þetta vefsvæði byggir á Eplica