Digital Europe
Kynningarmyndbönd
Upptaka frá kynningarfundi 2. des. 2021 | Introducing the DIGITAL Europe Programme |
Hvert er markmiðið?
Digital Europe styrkjaáætlun leggur áherslu á
- að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinbera aðila.
- að efla stafræna getu í afkastamikilli tölvuvinnslu, gervigreind, netöryggi og háþróaðri stafrænni færni.
- Að efla stafræna nýsköpun. Það er einkum gert í gegnum evrópskar stafrænar nýsköpunarmiðstöðvar, EDIH á Íslandi, og styðja við þróun á nýjustu tækni.
Helstu áherslusvið Digital Europe áætlunarinnar til ársins 2027
Ofurtölvur
Markmiðið er að byggja upp og styrkja ofurtölvu- og gagnavinnslugetu Evrópu. Þessar tölvur eru mun
hraðari og öflugri en venjulegar tölvur og nota oft þúsundir örgjörva sem vinna
saman að því að framkvæma útreikninga samtímis. Dæmi: veðurspár,
vísindarannsóknir og hermir. Áhersla er lögð á að auka aðgengi og notkun ofurtölva á sviðum sem varða almannahagsmuni eins og heilsu, umhverfismálum, öryggi og í iðnaði.
Til úthlutunar eru 2,2 milljarðar evra á tímabilinu 2021 – 2027.
Gervigreind, gögn og skýjatækni
Þróun gervigreindartækni og vistkerfa til að knýja áfram
nýsköpun og efnahagsvöxt.
Markmiðið er að efla
gervigreindargetu innan ESB, hjálpa fyrirtækjum og opinberum aðilum að verða
stafrænni. Einnig að tryggja öruggan aðgang að stórum gagnasöfnum
og orkusparandi skýjageymslum og styðja við prófunaraðstöðu fyrir gervigreind.
Til úthlutunar eru 2,1 milljarðar evra á tímabilinu 2021 – 2027.
Netöryggi
Markmiðið er að efla netöryggisgetu og styðja við markmið ESB um hátt og samræmt öryggisstig í netöryggi til að vernda stafræna inniviði og gögn. Áhersla er lögð á að auka þekkingu og auka notkun á öflugu netöryggi þvert á hagkerfi aðildarríkja.
Til úthlutunar er 1,6 milljarður evra á tímabilinu 2021 – 2027.
Stafræn hæfni
Markmiðið er að styðja við og þróa sérhæfða fræðslu og þjálfun fyrir framtíðar sérfræðinga m.a. á sviðum gagnavinnslu, siðferðilegri gervigreind, netöryggis, skammtafræðum og ofurtölva. Þetta felur í sér
stuðning við tengslanet menntastofnana, rannsóknarsetra og fyrirtækja sem
starfa við hönnun og framkvæmd sérhæfða námsleiða og starfsnáms. Einnig er
áhersla á að minnka kynjabil í upplýsingatækni og hvetja fleiri konur og
stúlkur til náms og starfa í greininni.
Til úthlutunar eru 580 milljón evrur á tímabilinu 2021 – 2027.
Nýting stafrænna lausna / stafrænar miðstöðvar
Markmiðið er að styðja við víðtæka innleiðingu stafrænna lausna á sviðum sem varða almannahagsmuni, svo sem heilsu, grænna lausna, snjallbora og menningu. Í hverju aðildarríki verður byggt upp og stuðningur veittur við stafrænar miðstöðvar (European Digital Innovation Hubs – EDIH) sem munu aðstoða fyrirtæki við að grípa stafræn tækifæri. Lögð er áhersla á að veita opinberum aðilum og fyrirtækjum aðgang að stafrænum lausnum og byggja upp trausta ferla stafrænnar umbreytingar.
Til úthlutunar er 1,1 milljarður evrur á tímabilinu 2021 – 2027.
Nánari upplýsingar um starfsemi European Digital Innovation Hub (EDIH-IS)
Hálfleiðarar
Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni Evrópu og auka
sjálfbærni á sviði hálfleiðaratækni, einnig að styðja við græna og stafræna
umbreytingu. Stuðningur er við
rannsóknir, þróun og framleiðslugetu innan evrópska vistkerfis hálfleiðara.
Stutt er við innleiðingu regluverks um þróun og notkun hálfleiðara (Chips Act).
Framkvæmd áætlunarinnar er í höndum Chips Joint
Undertaking (Chips JU), sem er samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila
(e. public-private partnership) og er fjármagnað af sjóðunum Digital Europe
og Horizon Europe.
Samtals verða 61,7 milljónir evra varið í gegnum
örgjörvasjóðinn til að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki.
Hverjir geta sótt um?
Fyrirtæki (sérstaklega lítil og meðalstór), einstaklingar, samtök og opinberir aðilar.
Skilyrði úthlutunar
Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður hún að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru í umsóknarferlinu og tengsl við markmið sjóðsins að vera augljós.
Hlutverk Rannís - stuðningur og upplýsingar
Rannís hefur umsjón með áætluninni í samvinnu við menningar-,
nýsköpunar- og háskólaráðuneytið (MNH) og fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Rannís hefur umsjón með starfi landstengiliða Digital Europe á Íslandi. Landstengiliðir Evrópuáætlana veita stuðning, leiðbeiningar og hagnýtar upplýsingar til mögulega umsækjenda.
Landstengiliður fyrir Digital Europe:
Sigþrúður Guðnadóttir
sigthrudur.gudnadottir@rannis.is
Hagnýtar upplýsingar um Digital Europe, DEP4ALL á LinkedIn