Á döfinni

Jafnréttissjóður Íslands

  • 27.4.2023 - 15:00, Umsóknarfrestur

Hvert er markmiðið?

Til­gangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum. Úthlutað var úr sjóðnum 18. júní 2023.

Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti. 

Næst verður úthlutað úr sjóðnum 19. júní 2025

Hverjir geta sótt um?

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum í sjóðinn skal skila inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Umsóknum má skila á íslensku og ensku. 

Skilyrði úthlutunar:

Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands nr. 277/2024

Við mat á styrkhæfi umsókna verður lagt mat á gæði verkefnis- eða rannsóknaráætlunar, þ.m.t. markmið og skipulag verkefnis, hagnýtingargildi og mikilvægi þess með tilliti til reglna og markmiða sjóðsins um að auka jafnrétti kynjanna. Í samræmi við þingsályktanir um Jafnréttissjóð Íslands leggur stjórn áherslu á að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að;

  • samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins,
  • jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu,
  • bættri stöðu kvenna og auknum möguleikum þeirra í samfélaginu,
  • afnámi launamisréttis og annarrar mismununar á grundvelli kyns á vinnumarkaði,
  • eflingu fræðslu um jafnréttismál,
  • greiningu tölfræðiupplýsinga eftir kyni,
  • eflingu rannsókna í kynja- og jafnréttisfræðum,
  • vinnu gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni, þ. á m. heild­rænni fræðslu, forvarnastarfi og samræmdum viðbrögðum,
  • breytingu á hefðbundnum kynjaímyndum og vinnu gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla,
  • því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf,
  • því að gæta sérstaklega að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá,
  • vinnu gegn fjölþættri mismunun.

Yfirlit yfir styrkveitingar

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu hefur tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir styrkveitingar Jafnréttissjóðs Íslands árin 2016-2020.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica